2000-2022: Sömu stærstu málin, en of fá skref áfram og of stór skref afturábak.

Þegar skoðuð eru árin í kringum síðustu aldamót og sömu málin þá og nú, stærstu málin sett á vogarskálar blasir við, að stærstu málin þá og stærstu málin nú eru hin sömu.  

Stóriðjustefnan var í algleymingi árið 2000 og verið að sækja hart fram til í þá átt að innan áratugs skyldu 80 prósent stóraukinna virkjana í afli stórvirkjana í vatnsafli og gufuafli til að þjóna stóriðjunni. Þetta gekk eftir og gumað af því að um væri að ræða hreina og endurnýjanlega orku, þegar hið rétta er, að stórfelldasta rányrkja Íslandssögunnar er stunduð í nýtingu gufuafls á Reykjanesskaga. 

Það hefur ekki skánað, heldur versnað síðan 2000 og núna er hafin miklu harðari sókn til þess að virkja allt það sem eftir er í þágu erlendra stórfyrirtækja, og þegar búið að birta áætlanir um virkjanir til að fara út í veldisvöxt á því sviði, þannig að að lokum verði framleidd allt að fimmtán sinnum til tuttugu sinnum meiri orka hér á landi og á miðunum en við eigum sjálf til íslenskra fyrirtækja og heimila. 

Í aldarbyrjun vorum við búin að fá sérstaka undanþágu frá Kyotosamningnum á þeim forsendum að með skefjalausri virkjanastefnu værum við að fórna íslenskri náttúru fyrir loftslagsmál. 

Núna, 22 árum síðar, er búið að stórbæta svo í þennan söng, að vikum saman er hóað saman ráðamönnum erlendra þjóða til að kyrja síbyljusönginn um endurnýjanlegu orkuna hvar sem því verður við komið. Stefnt er að því að stíga risaskref afturábak á þessu sviði. 

Um síðustu aldamót virtist eitthvað ætla að þokast í áttina varðandi kvótakerfið með Vatneyrardómnum svonefnda, en dómskerfið sá um að snúa því við. 

Nú, 2022, er búið að afgreiða málið með innihaldslausu loforði um sátt, sem allir sjá, að verður bara enn ein útgáfan af orðunum: "Ætli það sé bara ekki best að kjósa Framsókn."

Um síðustu aldamót var á frumstigi hugmyndin um stóran og veglegan hálendisþjóðgarð. 

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar 2017 var skýrt og skorinort kveðið á um það að slíkur þjóðgarður skyldi stofnaður. 

2022 liggur fyrir, að búið er að afnema þetta ákvæði algerlega og í staðinn samþykkt krafan um "útvatnaðan þjóðgarð", auk þess sem "Vinstri hreyfingin - grænt framboð" hefur afsalað sér umhverfisráðuneytinu. 

 

 


mbl.is Þessi stjórn hefði gengið í móðuharðindunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er ofríki o árátta að ætla að setja lög og reglur sem eiga að binda hendur ókomna kynsláða. Vil ég banna Sauðárflugvöll eða hvað þú kallar hann  fyrir alla ómkomna tíma af einhverjum prívatástæðunm?

Halldór Jónsson, 8.1.2022 kl. 21:54

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er öfugt, minn kæri Halldór.

Allt of margir virðast ekki hafa hugsað út í hinn afgerandi mun á... 

1. Verndun, verndarnýtingu. Með því að vernda svæði og halda ósnortnu er í grunninn ekki komið í veg fyrir virkjunarnýtingu. 

2. Virkjun, virkjunarnýtingu með óafturkræfum umhverfisáhrifum. Með slíku er tekið fram fyrir hendurnar á öllum komandi kynslóðum til að fá svæðið ósnortið til baka. 

Sauðárflugvöllur felur ekki í sér hin minnstu umhverfisáhrif. Hvenær sem er er hægt að ákveða að fara með vinnuflokk á völlinn í júní og fjarlægja á einum degi af honum allar merkingar og gamla húsbílinn sem þar stendur, þannig að næsta sumar gæti enginn séð að þar hefði verið flugvöllur. 

Ómar Ragnarsson, 8.1.2022 kl. 23:24

3 identicon

Það verður vart á milli séð hvor þeirra Ögmundar eða Ómars er aftar í forneskjunni, eða lengra úti á hinu pólitíska túni. 

Guðlaugur Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.1.2022 kl. 00:07

4 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Gufuaflið á Reykjanessskaga hlítur að aukast með aukinni eldvirkni og uppkomu kviku upp undir yfirborðið.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 9.1.2022 kl. 09:57

5 identicon

Fór þessi  Sauðárflugvöllur í umhverfismat og hver gaf leyfi fyrir honum,og er það til skjalfest.Og þrna er gamalt bíhræ á hvesvegum er það og er einhver sjónmengun af því og er eldneyti á honum og olíur á vél og drifum.Er það sjálfagt að skilja eftir rusl á öræfum.

farmall (IP-tala skráð) 9.1.2022 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband