Gaman yrði að vita hvernig umferðin hér á landi væri ef engir Íslendingar færu út í umferðina erlendis og kynntust einföldustu frumatriðum góðrar umferðarmenningar eins og "tannhjólinu/rennilásnum".
En enda þótt sjá megi að eitthvað af erlendri umferðarmenningu sé að síast með árunum með hraða snigilsins inn í aksturslagið hjá okkur eru önnur atriði eins og stanslaus hraðakstur hjá of mörgum, sofandaháttur og snjallsímanotkun.
Oft kallar einn ósiðurinn á annan, svo sem sofandahátturinn, sem æsir aðra ökumenn stundum upp og veldur óþarfa töfum og vandræðum í umferðinni.
Og síðan er stór hluti ökumanna, sums staðar meirihlutinn, sem getur einfaldlega ekki ekið öðruvísi en langt yfir leyfilegum hraða.
Fyrir um sextíu árum féll stefnumrkandi hæstaréttardómur í máli tveggja ökumanna, þar sem annar braut á rétti / forgangi hins, sem hinsvagar ók langt yfir leyfilegum hraða.
Hraðakstursmaðurinn vildi láta hinn ökmanninn bera alla sökina á árekstrinum, en þegar málið var skoðað nánar, varð úrskurður Hæstaréttar þveröfugur; að sá sem æki langt yir leyfilegum hraða hefði skapað með sér réttleysi; það væri ekki hægt að ætlast til að allir aðrir ökumenn áttuðu sig á því um mikinn glæfraakstur væri að ræða.
Algjörlega óviðunandi hlutfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.