Svipaður malbiksflötur samtals og á Keflavíkurflugvelli.

Keflavíkurflugvöllur er gríðarstórt samgöngumannvirki með tveimur 30 metra breiðum flugbrautum sem eru þrír kílómetrar hvor á lengd, eða alls sex kílómetrar. 

Akbrautir og flughlöð þekja annað eins.   

Það er til marks um stærð hins nýja kafla Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss, að við fljótlega athugun virðist flatarmál malbikaðs yrirborðs þessarar framkvæmdar álíka mikil og flatarmálsins á Keflavíkurflugvelli og gefur þetta ákveðna hugmynd um það hve mikil þessi framkvæmd er. 

Malbikun Suðurlandsvegar á árunum í kringum 1970 var samt mun meiri samgöngubót vegna þess að malarvegurinn, sem leystur var af hólmi, var frá hestvagnaöldinni að mestu, óupphleyptur, lokaður vegna snjóa stóran hluta vetrar og lá í krokum framhjá Svínahrauni, í lágum lautum á Hellisheiði og bröttum beygjum niður Kamba. 

Hann var þar að auki hlutfallslega mjög dýr miðað við þáverandi þjóðartekjur.  


mbl.is Breikka bundið slitlag á fimmtíu ára afmælinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

 Þvílík bylting sem gerð "heimreiðarinnar að Hellu" var þegar gerð var. Alger bylting  nan ég glöggt.

Svart og hvítt í vegamálum  skyndilega.

Þetta var svo útópískt á Íslandi. Gluggi Íslands inn í nútímann 

Góðvinur minn og kollegi Jón Birgir sagði við mig að hann vildi gera svona spotta hér og spotta þar um landið. Þá yrði svo mikið þrýst á úr næsta nágrenni nýja spottans að stjórnmálamenn myndu verða til muna  ríflegri á buddunni að allt myndi ganga hraðar fyrir sig með framkvæmdirnar sem við vildum sjá.

Ég held að Jón Birgir hafi ýtt þessu áfram á einhvern svona mér dulinn hátt. Enda var Ingólfur Jónsson frá Hellu Ráðherra samgöngumála með stóru Erri á þessum tíma sem skipaði og vart hlýtt

Ég man að hann nefndi að hann vildi vsndaslaust gera snjólausan veg yfir Helisheiði sem mér fannst nú vera flott yfirlýsing þá en sjálfsögð staðreynd í dag .

Ingikeifur frá Svínavatni sér svo víða um afganginn á Suðurlandi með úrvalsgræjum og mannskap.

Halldór Jónsson, 12.1.2022 kl. 23:08

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ingólfur á Hellu vann bug á andstöðunni við að færa veginn framhjá þáverandi byggð á Hellu með því að styrkja Hellubúa til þess að samþykkja það, sem auðvitað var hið rétta, af því að þar sem er brú, þar rís byggð, sem sagt við nýju brúna. 

Sama ætti að gilda um 14 km styttigu Þjóðvegar eitt framhjá núverandi byggð á Blönduósi. 

Ómar Ragnarsson, 12.1.2022 kl. 23:45

3 identicon

Athugaðu að flugbrautirnar á keflavíkurflugvelli eru 60 m á breidd

https://eaip.isavia.is/AMDT_006-21_2021_12_03/

Elló (IP-tala skráð) 13.1.2022 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband