Forn fiskitengsl Frakka og Íslendinga vaxa og dafna. "Allabaddarí fransí"!

Hlutur evrópsku stórveldanna Englands, Frakklands og Þýskalands hefur verið stór á mismunandi tímum í sögu okkar, talað um þýsku öldina á Norðurlöndum á tímum Hansakaupmanna, síðan ensku öldina þar á eftir, og í kringum aldamótin 1900 voru Frakkar umsvifamiklir og skildu eftir sig miklr minjar.  

Síðuhafi var í gagnfræðaskóla í húsi, sem var upphaflega franskur spítali nálægt Frakkastíg, og las á æskuárum endurminningar Hendriks Ottósonar um "allabaddarí-fransí" og það að rauðhærðir drengir þyrftu að gæta sín á því að Frakkarnir rændu þeim ekki til að hafa í beitu.  

Útgerð þessara þjóða hér á landi og veiðar í íslenskri landhelgi hurfu með Þorskastríðunum og nú er það salla á fiski héðan til Evrópu, sem skapar fiskitengsl milli okkar og þeirra. 

Eins og sést á áhrifamiklum línuritum í viðtengdri mbl.is frétt er magnað hvað Frakkar hafa sótt fram í þessu efni. 


mbl.is Frakkar sækja á Breta sem kaupendur íslensks fisks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Já, og þegar menn reyndu að troða Íslandi í ESB-bælið þar sem þeir vilja ólmir í stríð við Pútín, voru Frakkar meðal þeirra sem heimtuðu lögsöguaðgöngu að íslenskum fiskimiðum í pant. Allabaddaríaðu það, Ómar Ragnarsson

FORNLEIFUR, 18.1.2022 kl. 06:59

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Skrifaði ekki Vigdís forseti bók um mennngaráhrfi frakka á íslendinga
þó ekki hafi hún farið útí hversu óvenju dökkir yfirlitum sumir á Vestfjörðum voru

Grímur Kjartansson, 18.1.2022 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband