23.1.2022 | 09:25
Nýtt landnám í viðskiptum við Bandaríkin?
Sú var tíðin á tímum Coldwater og Loftleiða, að Bandaríkin voru jafn stór hluti af viðskiptum okkar og Evrópa.
Síðan kom EES og einnig voru hvalveiðar Íslendinga ekki vel séðar hjá mörgum á Bandríkjaþingi.
Síðuhafi gantaðist með það í byrjun forsetatíðar Trumps að maður með millinafnið Þorfinnur og faðir sonar sem héti Þorfinnur, ætti ekki mikla möguleika á að komast inn í Bandaríkin úr því að faðir fyrsta mannsins af evrópskum uppruna, sem fæddist í Ameríku hefði heitið Þorfinnur og komist ólöglega án skilríkja inn í guðs eigið land fyrir þúsund árum.
Ísland er það Evrópuland, sem er styst frá Bandaríkjunum og að ýmsu leyti á þægilegum stað milli Evrópu og Ameríku.
Það er fyrir löngu kominn tími til að nýir útrásarvíkingar, reynslunni ríkarai eftir bankahrunið 2008, hasli sér völl í Vesturheimi og fái til þess stuðning hjá þarlendu áhrifafólki.
Frumvarp um Ísland lagt fram á Bandaríkjaþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.