Króatar eru sýnd veiði en ekki gefin.

Það er heilmikil sálfræði í gangi á EM eins og títt er á stórmótum. Sumir benda á að Króatar hafi engu að tapa í leiknum í dag, en það getur hins vegar haft áhrif í báðar áttir. 

Annars vegar að verða hinn versti viðskiptis við að vera kominn út í horn. Það er að vísu ekki góð staða, en getur hins vegar litið þannig út hjá hinum afkróaða að leiðin sé aðeins ein og afar einföld: Beint út úr horninu.  

Allir fyrri leikir Íslendinga og Króata skipta líkast til engu máli í dag; það verður bara að ganga hreint til verks og taka það föstum tökum af einbeitni og þeirri samheldni og leikgleði, sem íslenska liðið hefur sýnt fram að þessu á þessu eftirminnilega EM. 


mbl.is Sigur sem breytti öllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það eru fáir betri en Króatar að aðlaga sig að aðstæðum (dómurum) 
og er þar Ivano Balić fremstur meðal jafninga
Hann er því miður í þjálfarateyminu hjá Króötum
en dómarar vilja líka spila úrslitaleikinn og sýna að þeir kunni reglurnar
svo við vinnum

Grímur Kjartansson, 24.1.2022 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband