Ansi mikil 1914, 1938 og 1939 lykt af þessu öllu.

Af fréttum af dæma vígbúast nú flest lönd Evrópu í samræmi við hinar og þessar skuldbindingar sem rifjaðar eru upp. 

Það er ansi mikil 1914, 1938 og 1939 lykt af þessu öllu, einkum 1914 lyktin. 

Þá höfðu stórveldin gefið skjólstæðingum sínum hin og þessi loforð um skuldbindingar og var eitt þeirra, loforð Breta um að tryggja öryggi Belgíu, orðið næstum aldar gamalt.

Svo fór að menn misstu stjórn á atburðarásinni og af hlaust Fyrri heimsstyrjöldin. 

Enn í dag deila sagnfræðingar um það, hvort skárra hefði verið að Bretar hefðu svikið skuldbindingu sína. 

Frá september 1938 til mars/apríl 1939 tókst Hitler að koma sínu fram með landvinningum án beins stríðs með því að beygja ráðamenn Vesturveldanna undir friðþægingarstefnu.  

Hervaldi var samt beitt "friðsamlega" þegar her nasista lagði undir sig Súdetahéröðin án þess að skoti væri hleypt af og síðar alla Tékkóslóvakíu í mars 1939. 

Mussolini fetaði í fótspor Foringjans og tók Albaníu skömmu síðar þegar Chamberlain forsætisráðherra Breta var í fríi við veiðar.  

Hitler ætlaði að endurtaka leikinn 1. september 1939, en í þetta sinn stóðu vesturveldin við skuldbindingar sínar um stríðsyfirlýsingu, en þó á þann sérkennilega hátt að heyja "Phoney war", "Sitzkrieg" á vesturvígstöðvunum í rúma átta mánuði þar til Hitler lagði Niðurlönd, Noreg, Danmörku og Frakkland undir sig á örfáum vikum. 

Forsætisráðherra Breta hóf árið 1914 á því að segja í ræðu, að vígbúnaður stórveldanna þá væri hrein vitfirring. 

Hann varð sannspár. 

Öll fyrrgreind spor hræða þessa dagana. Vonandi leyfist Pútín þó að vígbúast á eigin landi, ef hann lætur við það sitja. 

 


mbl.is Forseti Úkraínu gagnrýnir ummæli Bidens
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Sammála.þetta ereinhliða ágangur við Pútin

Halldór Jónsson, 25.1.2022 kl. 09:35

2 identicon

Sammála ykkur Halldóri.

Það er sem Bandaríkin (og NATO) séu að reyna að egna Pútín á foraðið, með því að draga hermenn og vopn til Úkraínu.

Ekki vildu Bandaríkin að Pútín væri kominn með hermenn og vopn til Kanada.

Þökkum fyrir að Rússar eigi sterkan og afar snjallan utanríkisráðherra, Sergei Lavrov. Mín skoðun er, að án hans væri þetta allt farið úr böndunum.

Það er eiginlega kvíðvænlegt að Þórdís Kolbrún Reykás skuli vera utanríkisráðherra Íslands á þessum ögurtímum.  En vonum það besta fyrir land og íslenska þjóð.  Og að einhver með viti nái máli við ríkisstjórn landsins, svo þau geri nú ekki einhverja bölvaða vitleysu.  Höldum friðinn við stríðandi aðila.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.1.2022 kl. 12:14

3 identicon

Samstaða U.S.A.-Nato-ESB ásamt fjárhagslegum hagsmunum Rússa ætti að kæla

þetta niður.

magnús marísson (IP-tala skráð) 25.1.2022 kl. 12:42

4 identicon

Held að það séu nú fremur hagsmunir Þýskalands (ESB) að kæla þetta niður.

Þýsk (ESB) stjórnmál mættu ekki við því að vera án gasins frá Rússlandi. 

Nema Stoltenberg (Nato) hinn norski ætli að dæla allri norsku olíunni til Þýskalands?  Sem minnir reyndar á ásókn Þjóðverja í norska orku í síðustu heimsstyrjöld.

Varla kætast þá Ole og Kari hin norsku við það, ef rafmagnsreikningur þeirra hækkar enn meira en orðið er?  Nógu reið eru þau orðin út í EES/ESB orkupakka ruglið og hækkandi markaðsverðið, heima hjá sér.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.1.2022 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband