64 km stytting. Bratti úr 21% niður í 8%.

Leiðin yfir Öxi hefur falið í sér um 61-71 kílómetra styttingu þjóðleiðarinnar kringum landið miðað við Þjóðveg númer eitt. 1322651Nú hefur styttingin að vísu minnkað um 7 km eftir þverun Berufjarðar, en er samt geysimikil.   1322651B

Á myndinni sem birt er í viðtengdri frétt á mbl.is sést hvernig nýr malbikaður vegur getur leyst hinn gamla af hólmi og minnkað 21 prósent halla á núverandi malarvegi niður í 8 prósent, sem er sami halli og er í Kömbunum. 

Stóra spurningin fólst í því, hvernig Vegagerðin hyggðist leysa eitt vandasamasta verkið í íslenskri vegagerð, en það felst í því að búa til þann hluta nýs vegar sem lægi hina bröttu leið niður í Berufjörð og þarf helst að geta nýst sem heilsársvegur. 

Svo er að sjá af gögnum, sem birt voru á fjarfundi að þetta verði gert farsællega og var fróðlegt að sjá hvernig hönnuðir vegagerðarinnar gætu leyst það þarfa verkefni. 


mbl.is Útboð sex milljarða Axarvegar kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar

Mér sýnist myndin varla geta verið efst úr Skriðdalnum. Vegurinn er vinstra megin við ána á þeim slóðum. Er þetta ekki tekið þar sem komið er upp úr Berufirðinum?

Vigfús

Vigfús Ingvar Ingvarsson (IP-tala skráð) 4.2.2022 kl. 09:39

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Búinn að breyta textanum. Myndin er Berufjarðarmegin af því svæði þar sem vegurinn verður lagður snilldarlega til að leysa málið. 

Ómar Ragnarsson, 4.2.2022 kl. 10:03

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Sæll Omar, það eru 54 km styttra að fara Öxi en Breiðdalsheiði, samkvæmt vegagerðinni

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 4.2.2022 kl. 11:39

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þeir vegagerðarmenn nefndu sjálfir 61 og 71 km styttingar á hringleiðinni á fjarfundinum í morgun, og í pistli mínum stendur "hefur verið um 60 til 70 km styttra".  Nú hefur Berufjörður verið þveraður og sú stytting uppgefin sjö kílómetrar miðað við leiðina um Breiðdalsheiði. 

Réttara væri að miða styttinguna um við fjarðaleiðina, sem er öll malbikuð og miklu auðeknari en vegurinn um Breiðdalsheiði, og þá stendur það eftir að styttingin með Öxi verði 65 km, því að nýja leiðin á að verða kílómetra styttri en núverandi Axarvegur. 

Þetta er því eftir sem áður alveg einstaklega mikil samgöngubót.  

Ómar Ragnarsson, 4.2.2022 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband