Eftir nokkkur ár í leikhúsum hér heima um miðja síðustu öld, gerðist Gunnar Eyjólfsson flugþjónn um skeið hjá Pan American flugfélaginu Bandaríska. Það víkkaði sjóndeildarhring hans og gaf honum færi á að fylgjast vel með því nýjasta og besta, sem var að gerast í leikhúsum og skemmtistöðum erlendis.
Hann kom heim til Íslands haustið 1958, ungur og frískur og fullur af nýjum hugmyndum og orku eftir hið gefandi starf.
Vestra voru dúettar vinsælir á þessum árum, svo sem Dean Martin og Jerry Lewis og Bud Abbott og Lou Costello. Í aldarlok hálfri öld síðar völdu kunnáttumenn besta "sketch" aldarinnar og varð það 7 mínútna atriði Abott og Costello, sem gekk undir heitinu "Who´s on first"/?
Helstu dúettarnir voru samdir með tveimur ólíkum hlutverkum, annars vegar fyndni aulinn, en hins vegar félagi hans, öllu rólegri, yfirvegaðri og fróðari.
Haustið 1958 fóru Íslendingar og Bretar í fyrsta Þorskastriðið, og var eitt það helsta, sem var óvenjulegt og gerðist á miðunum, að breskur togari fékk leyfi íslenskra stjórnvalda til að setja sjúkan skipverja á sjúkrahúsið á Patreksfirði þar sem hjúkrunarkona að nafni Þóra hlaut frægð.
Gunnar fékk góðan gamanþáttahöfund til liðs við sig við að skrifa stórskemmtilegan gamanþátt um uppákomurnar á Patreksfirið, og til að skapa parið "Gunnar og Bessa", þ. e. Gunnar Eyjólfsson og Bessa Bjarnason við að gera þennan skets að þungamiðju fyrsta prógramsins síns.
Þeir félagar gerðu heldur betur skurk í skemmtanalífinu eftir ársbyrjun 1959. Síðuhafi byrjaði líka feril sinn á sama tíma, og á árshátíðunum fram á vorið urðu slík umskipti í bransanum, að hvorki ég né þeir höfðu tíma til að sjá atriði hvor annars.
Gunnar og Bessi voru meðal allra vinsælustu skemmtiatriðanna í rúmlega áratug, og aðrir leikarar eins og Róbert Arnfinnsson og Rúrik Haraldsson, Árni Tryggvason og Klemenz Jónsson og Gísli Rúnar Jónsson og Júlíus Brjánsson (Kaffibrúsakarlarnir) fylgdu fast á eftir.
Byrjaði sem flugþjónn en er nú framkvæmdastjóri flugfélags | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.