Þjóðveldisgarðar á Íslandi og vatnsveituveggur við Kaldársel.

Kínamúrinn mikli var svo þúsund sinnum stærri en nokkurt sambærilegt mannvirki á jörðinni, að kannski hafa slíkar hleðslur eða hliðastæð mannvirki annars staðar fallið að ósekju í skuggann. 

Í Eþíópíu er að finna leifar af miklum beinum, upphækkuðum og breiðum vegi, sem Mussolini lét gera á valdatíma Ítala 1935 til 1940, frá vestri til austurs sunnarlega í landinu. 

Vegna skorts á viðhaldi er nánast ekkert eftir af yfirborðslagi vegarins og hann ófær á köflum. 

Verða jeppar, sem þarna eru notaðir, að klöngrast meirihluta leiðarinnar eftir krókóttum jeppaslóða sitt hvorum megin við hið forna stolt El Duce. 

Þótt ótrúlegt megi virðast hafa uppgötvast leifar af margra tuga kílómetra landamerkjagörðum í Þingeyjarsýslu, sem á hinni mikla uppgangstíma Þjóðveldisaldar var hlaðinn til þess að marka skil á milli landareigna. 

Þótt þessir garðar hafi augljóslega ekki verið eins flottir og Hadríanusarveggurinn á Bretlandi fyrir 1900 árum, mætti vel hugsa sér að endurreisa hluta Þjóðveldisgarðsins, sem liggur þvert yfir Þjóðveg númer eitt á Fljótsheiði.   

Hér og þar á landinu voru hlaðnir veggir fyrir fjölbreytt not, en þó ekki nema stuttir. 

Má nefna vatnsleiðsluvegg, sem Hafnfirðingar hlóðu yfir stóra gjá skammt norður af Kaldárseli, og var smíðaður vatnsstokkur úr tré ofan á vegginn. 

Um stokkinn rann vatn úr Kaldárbotnum skammt frá og sem leið lá til Hafnarfjarðar. 

Þótt þetta hafi ekki verið stórt mannvirki væri samt hugsanlega hægt að endurreisa það sem  minjar um horfna tíð.  


mbl.is Merkar minjar í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

merkilegur fróðleikur Ómar, takk

Halldór Jónsson, 13.2.2022 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband