Bíll, sem sendir aðra framleiðendur að teikniborðinu? Hvað er cx tala?

Hugsanlega er hinn nýi rafbíll Mercedes-Benz EQS einn þeirra bíla í sögu bílasmíði, sem sendir hönnuði annarra framleiðenda að teikniborðinu, þó ekki væri fyrir það eitt, sem það eitt að hafa þá undralágu svonefndrar cx-tölu, sem táknar þá loftmótstöðu sem lag bílsins eða farartækisisns eitt og sér veldur. 

Lagið á EQS er nefnilega grunnurinn að ótrúlegum afkastatölum hraða, eyðslu og drægni, sem bíll þess býr yfir. "Hvað er cx?" er spurt í grein á mbl.is um þennan bíl og skall reynt að svara því hér á þennan veg:  

Til þess að finna út raunverulega loftmótstöðu skipsins er CX talan margfölduð með flatarmáli bílsins í þverskurði; "frontal area" 

Sem dæmi má nefna, að plata, sem reist er upp á rönd og látin fara í þeirri stöðu í gegnum loftið, er með á að giska 1,00 í loftmótstöðu. 

Kassi er með ca 0,60 - 0,70, en jeppar með köntuðu lagi og brettaútvíkkunum á borð við Jeep Wrangler eða Mercedes Benz G-Wagen með um það bil 0,55. 

Flestir fólksbílar á okkar dögum eru með töluna cx í kringum 0,30, nokkrir með allt niður í 0,26, en ef rétt er munað er Tesla 3 með þessa tölu niður í allt að 0,23. 

En munurinn á 0,23/24 og 0,20 er 13 prósent, og það er afar stórt stökk fram á við. 

Í krafti slíkrar tölu er hægt að endurhanna alla afkastalínu og driflínu bíls, sem er svona straumlínulagaður, þannig að eyðsla, drægni og hraði græði stórlega á því. 

Þegar flugvélin Mooney 201 kom á markað á áttunda áratugnum var hún með töluna 0,19 sem þótti vel af sér vikið þá. Loftmótstöðusnillingar að nafni Lopresti tók venjulega Mooney, og gerði smávægilegar breytingar á loftflæðinu í gegnum hreyfilrýmið, samskeyti milli vængja og skrokks, halla á framglugga, lagi vængenda o.s.frv.- allt litlar tölur hver fyrir sig, en þegar lagt var saman hækkaði hámerkhraði vélarinnar úr rúmlega 180 mílum upp í 201 mílu. 

Af því dró hún nafn sitt. 

Citroen DS var með rúmlega 0,30 árið 1955 og Audi 100 með álíka tölu á níunda áratugnum. 

Citroen var mörgum áratugum á undan samtíð sinni, en ódýrt eldsneyti allt fram til 1970 olli því að framleiðendur lögðu litla áherslu á litla loftmótstöðu. 

Þó var bíll ársins í Evrópu, NSU RO 80 1967 með cx á borð við DS Citroeninn. 

Bjallan var þá með 0,48, Honda Quintett með 0,55, á áttunda áratugnum, sem var furðu há tala sem sýndist bærilega straumlínulagaður, en þessi mikla mótstaða stafaði af því að lítið hafði verið hugsað um ýmis smáatriði sem samanlagt voru dragbítar. 

Benz EQS er með fjölda atriða sem gera líklegt, að hann falli í hóp þeirra bíla, sem með því að koma á markaðinn senda hönnuði annarra framleiðenda að teikniborðunum. 

Í hugann koma bílar fyrri eins og BMW 5-línan, sem á miðjum síðasta áratugs liðinnar aldar sendi framleiðendur annarra lúxustbíla af meðalstærð að teikniborðunum og Lexus LS 400, sem sendi framleiðendur bestu lúxusbílanna að teikniborðunum 1990.  

Benz hafði þar á undan fellt Cadillac af stalli með S-línunni, en Cadillac fellt Packard af stalli sem "standard of the world" í byrjun sjötta áratugarins. 

 

 

 


mbl.is Drossía úr draumaheimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband