Gífurlegir náttúrukraftar á syðsta hluta landsins.

Náttúrukraftarnir, sem eru jafnan í gangi á syðsta hluta landsins frá Jökulsá á Sólheimasandi og austur fyrir Kirkjubæjarklaustur, eru afar stórir og fjölbreyttir. 

Í Kötlugosinu 1918 myndaðist Kötlutangi, syðsti hlutinn, af framburði hamfaralhlaups einum saman þar sem áður var sjávardýpi.  

Fyrir neðan Höfðabrekku byggði hamfarahlaupið upp stóra malaröldu, þar esm nú er flugvöllurinn, og fékk þetta fyrirbæri heitið Höfðuabrekkujökull vegna þess sem ís var mikill hluti af framburði hlaupsins. 

Síðan þá hefur verið gerður upphleyptur "varnargarður" milli öldunnar og fyrrum strandlengju, sem var skammt norður af, en það sýnir stærðirnar, sem um fer að ræða, að varnargarðurinn er lægri en sandbúlkinnn sjálfur sem var nýmyndun 1918. 

Rætt er um að stækka þennan varnargarð til þess að hamla gegn því að hamfaraflóð úr hugsanlegu Kötlugosi valdi þeim mikla usla, sem slík flóð valda, en enginn veit hve stórt slíkt flóð getur orðið.  

Sandflutningar án goss geta orðið gríðarmiklir eins og dæmin frá því núna og frá 1994 sýna. 


mbl.is Mesta sandfokið í 28 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband