15.2.2022 | 08:35
Er "góður gæi með byssu" virkilega það eftirsóknarverða?
Tölurnar um Vopnaeign í Bandaríkjunum og drepna með byssum miðað við fólksfjölda eru margfalt hærri en í sambærilegum "frontier"-ríkjum, svo sem í nágrannaríkinu Kanada.
En sérstök grein í stjórnarskrá Bandaríkjanna, sem sett var á þeim tíma sem "villta vestrið" var í algleymingi er líkt og ginnheilög í hugum margra vestra.
Niðurstaðan þeirra í þessum malum er sú, að aðeins eitt dugi gegn "vondum gæja með byssu", og það sé "góður gæi með byssu". Og jafnvel með sem allra stærstu byssu, hálfsjálvirka hríðskotabyssu.
Trúin á sem mestan vígbúnað til að "tryggja þj´ðaröryggi" ríkja gengur í gegnum allt hernaðarkerfi heims, samanber kenninguna MAD, Mutual Assured Dedtruction, eða GAGA á íslensku, Gagnkvæm Altryggð Gereyðing Allra.
Skiptar skoðanir á vopnaburði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eg lét mér einu sinni detta í hug á aldríkið í US legði til 1 mamelúka í hvern alríkisskóla. þegar einhver byrjaði að skjóta kæmi mamelúkinn úr sðsetri sínu og endaði skothríðina.Einn í hverjum skóla væri nóg.
Bara tilvist hans myndi aftra einhverjum vitleysingnum frá að byrja.
Hvað heldur Ómar um þetta?
Halldór Jónsson, 15.2.2022 kl. 12:58
Almennur vopnaburður gerir hinn eina sanna jöfnuð meðal manna.
Eins og Dalai Lama sagði: "skjóttu á móti með þinni eigin byssu."
Ásgrímur Hartmannsson, 15.2.2022 kl. 16:09
Aðalatriðið hlýtur að vera sem fæst mannsmorð og ef "almennur vopnaburður" leiðir til stórfjölgunar byssudrápa getur varla verið keppikefli að sækjast eftir því.
Ómar Ragnarsson, 15.2.2022 kl. 19:27
*Ef.*
Aðalatriðið í mínum huga er mannslífið, og ef menn meta það einhvers virði, þá leiðir af sjálfu sér að sjálfsvörn er absolút réttur.
Burtséð frá hvort menn beita byssum eða einhverju öðru til drápa, það finnst mér auka-atriði.
Spyr ég þig: ef hægt væri að koma því í kring að enginn bæri vopn, vopn væru bara ekki til, myndir þú þá sætta þig við fleiri morð í staðinn? Og ef svo, hve mörg?
Ásgrímur Hartmannsson, 16.2.2022 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.