Fyrir aldarfjórðungi: "Tvennt kom á óvart; vindurinn og snjórinn."

Útlendingur einn, sem kom til Íslands að vetrarlagi fyrir um aldarfjórðungi, skeytti engu um ítrekaðar aðvaranir heimamanna, sem töldu þetta fráleita fyrirætlan, heldur lagði af stað í fyrirhugaða göngu sína á skiðum yfir Vatnajökul.  

Svo fór að hann týndist en fannst nær dauða en lífi við jökulröndina. 

Þegar hann jafnaði sig og rætt var við hann, sagði hann, að tvennt hefði komið sér á óvart, sem hann hefði aldrei getað ímyndað að væri til: Vindurinn og snjórinn. 

Þegar hann var inntur eftir nánari lýsingu, sagðist hann aldrei hafa reiknað með að vindur gæti orðið svona tryllingslega mikill, og að þar á ofan væri snjórinn svo fínn í óveðrinu að hann hefði smogið um allt, já inn í hvað sem var!


mbl.is Ferðalangarnir á Vatnajökli komnir í snjóbíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband