Mikið var að það varð sameining og til hamingju með það.

Fyrir þann, sem hefur lengi litið á sig sem Húnvetning að hluta eftir sumardvalir í Langadal í æsku fyrir um sjötíu árum, eru það góðar og langþráðar fréttir að austursýslan skuli nú verða eitt sveitarfélag. 

Allt frá því að ungur kúarektur rak kýrnr í fyrsta sinn á beit upp í fjallið fyrir ofan Hvamm og horft var þaðan til vesturs yfir svæði, sem skiptist í hreppa með sumum hreppamörkunum í miðjum dölum, hefur svona sameining verið hjartans mál.  

Vonandi mun hún auka samtakamátt og víðsýni hjá þeim, sem fyrrum voru oft kallaðir Austur-Húnvetningar. 


mbl.is Sameining samþykkt í Húnaþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skagaströnd er nu fyrir utan þetta því er austursyslan ekki orðin eitt sveitarfélag.

Josep (IP-tala skráð) 20.2.2022 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband