1938 lykt af þróun mála í Úkraínu.

Ádolf Hitler var valinn maður ársins 1938 af tímaritinu Time, og ekki að ástæðulausu.

Á því ári hafði honum tekist innlima gervallt Austurríki og auk þess stóran hluta Tékkóslóvakíu inn í Þýskaland án þess að þurfa að hleypa af skoti. 

15. mars innlimaði hann síðan allt Tékkland og gerði Slóvakíu að leppríki; og enn á ný var þetta gert án þess að hlaypt væri af skoti og lýsti því hróðugur yfir að ríkið Tékkóslóvakía væri ekki lengur til. 

Aðferð hans er kunnugleg í ljósi núverandi ástands í Úkraínu. Þýskumælandi aðskilnaðarsinnar í Súdetahéruðum Tékkóslóvakíu heldu uppi miklu andófi gegn stjórnvöldum þar í landi árið 1938 og Þjóðverjar vígbjuggust Þýskalandsmegin til að skapa þrýsting á stjórnvöld í Frakklandi og Bretlandi, sem höfðu gert samning við Tékka um að koma þeim til hjálpar ef í odda skærist með þeim og Nasistunum þýsku.  

Chamberlain og Daladier fóru til fundar við Hitler í Munchen og gerðu svonefndan Munchenarsamning, sem færði Hitler Súdetahéruðin á silfurfati. 

Chamberlain veifaði samningsplaggi við heimkomuna til Bretlands og sagði að friður væri nú tryggður í Evrópu um alla framtíð. 

Rúmlega fimm mánuðum síðar lagði Hitler alla Tékkóslóvakíu undir sig, og Mussolini hinn ítalskk lagði Albaníu undir sig mánuði síðar.  

Það sem nú er að gerast í Úkraínu er sláandi líkt aðferð Hitlers 1938, söfnun herafla við landamæri og virkjun aðskilnaðarsinna í stigmagnandi óróa. 

 


mbl.is Neyðarástand í Rússlandi vegna fólks á flótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svo undarlegt að sumt ágætis fólk hér á landi virðist ekki sjá sólina fyrir Pútín.

Þetta minnir mig á að heiðarlegasta fólk var tilbúið til þess að styðja Hitler og hyski hans, a.m.k. í orði, fyrir og í upphafi síðari heimsstyrjaldar.

Hvað veldur?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 19.2.2022 kl. 16:42

2 identicon

Sæll Ómar. Þetta blogg þitt lýsir vanþekkingu á málinu og það kemur á óvart að fyrrum fréttamaður kynni sér ekki málið betur. Þú gleymir einu atriði, það kemur ekki fram í fréttinni að það er Ríkisstjórn Úkraínu sem er að herja á sína eigin landsmenn í sýslunum Lúgansk og Donétsk eða Donbass eins og svæðið heitir og þess vegna eru þeir að flýja yfir til Rússlands. Íbúarnir eru sem sagt að flýja sprengjuárásir Úkraínska hersins en auðvitað sleppa fréttamenn að nefna það á nafn. Það má nefnilega ekki falla ryk á Úkrínustjórn þar sem hún er á bandi vesturveldana.Þögnin í fréttunum um framgöngu Úkraínskra hersveita er æpandi. Vonandi mun sannleikurinn koma í ljós um hegðum ráðamanna í Úkraínu gagnvart íbúum Donbass.

Ljúdmíla Níkolajsdóttir Stsjígoleva (IP-tala skráð) 19.2.2022 kl. 19:30

3 identicon

Sæll Ómar; sem og aðrir gestir, þínir !,

Hörður Þormar !

Það vill nú svo til; að Vladimír Vladimírovich Pútín hefur sýnt einstaka stjórnvizku frá upphafi valdatöku sinnar, verandi leiðtogi lang- stærsta ríkis veraldar / sitt hvoru megin Úralfjalla, og með tilliti til sívaxandi frekju og yfirgang NATÓ og Evrópusambandsins gagnvart Rússneska Sambandsríkisinu alla tíð, Hörður minn.

Hitt er svo annað mál; að jeg er fjarri því ánægður með vinskap Pútín´s við Kommúnista klíkuna í Peking (í Kína) t.d., þar sem jeg er eindreginn stuðningsmaður þjóðernissinna stjórnarinnar í Lýðveldinu Kína á Taíwan, m.a.

Ljúdmíla Níkolajsdóttir !

Þakka þjer; upplýsandi innleg þitt / sem frásögu og leiðrjettingar:: Ómari síðuhafa og öðrum lesendum síðu hans, til handa.

Geri ráð fyrir; að Ómar ígrundi vel þín orð Ljúdmíla, þegar frá líður.

Með beztu kveðjum; sem endranær, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.2.2022 kl. 20:39

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það hefur verið reynt að horfa á þetta mál allt frá báðum hliðum allt frá árinu 2014. og hefur verið reynt að upplýsa um það, hvernig þetta mál allt horfir við frá Pútín. Samsvörunin milli útþenslu NATO austur að landamærum Rússlands síðasta aldarfjórðung og svipuð útþensla úr vestri árin 1939-41 er sláandi í augum Pútíns og skiljanleg. 

Ómar Ragnarsson, 19.2.2022 kl. 23:25

5 identicon

Pútín er hræddur maður, það sér maður hvernig hann hlær.

Enda þótt hann sé búinn að tryggja sér völdin allt til ársins 2036 með einhverjum stjórnarskrártrixum, þá óttast hann unga fólkið. Hann vill lifa á síðustu öld og ala þjóðina áfram upp í hugarheimi "föðurlandsstríðsins mikla".

Enda þótt lífskjör í Rússlandi séu verri heldur en í Tyrklandi og þjóðinni fækki, meðalævi karlmanna nær nú ekki sjötíu árum, þá elur hann enn á ótta á vopnaðri innrás að vestan ásamt hótunum og vopnaskaki.

Það eina sem hann þarf að óttast er innrás frjáls og nútíma hugsunarháttar.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 20.2.2022 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband