21.2.2022 | 14:55
Helsinki 1966 - Reykjavík 2022; Finnarnir langt á undan.
Í um það bil vikudvöl í Helsinki í desember 1966 stakk það í augun, hve framkvæmd á snjómokstri í borginni var afburða vel af hendi leyst.
Það snjóaði allan tímann, en aldrei var um hina minnstu ófærð að ræða á götum og gang- og hjólastgíum.
Samt voru stórvirk moksturstæki ekki komin til sögunnar, heldur þurfti að handmmoka nær allt.
Og þrátt fyrir það örlaði aldrei á því að það mynduðust háar og stórar snjóhrúgur eins og nú má sjá um alla Reykjavíkurborg.
Hvað þá, að skipulagsleysið væri jafnmikið og víða er hér, þar sem hjóla- og göngustígar, sem virðast lofa góðu í upphafi ferðar, eru skyndlega ófærir vegna þess að það hefur "gleymst" að moka nógu stór höft til að gera stíginn eða gangstéttina færa alla leið, heldur í raun gagnslausan.
Við virðumst vera meira en 56 árum á eftir Finnum í þessu efni.
Snjómokstur í ólestri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.