Monroekenning okkar tíma hjá Pútín, Pútínkenningin?

Á næsta ári verða liðin 200 ár síðan Monroe Bandaríkjaforseti gaf út kenningu, sem síðan hefur verið í gildi og er við hann kennd. 

Hún fól í sér að tvær heimsálfur, Norður-Ameríka og Suður-Ameríka, skyldu teljast á áhrifasvæði Bandaríkjanna og að Bandaríkin myndu grípa til aðgerða gegn öllum afskiptum stórveldanna í Evrópu af málefnum Vesturheims. 

Og gilti þá einu þótt viðkomandi Ameríkuríki vildi sjálft bindast evrópsku stórveldi. 

Þegar Grænland var hernumið af Bandaríkjamönnum eftir að Danmörk féll í hendur Þjóðverja var það í samræmi við Monroe-kenninguna. 

Pútín telur að nágrannaríki Rússlands séu og skuli vera á rússnesku áhrifasvæði, og að Rússar áskilji sér svipaðan rétt til beitingar eins konar Pútínkenningar, sem kemur að minnsta kosti í veg fyrir að NATO og Vesturveldin taki Úkraínu og Georgíu undir hatt ESB og NATO. 

 

 


mbl.is Pútín viðurkennir sjálfstæði svæðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Í umræðuþætti á þýsku stöðinni, ARD, gær kom fram að þau ummæli Pútíns að Úkraína sé í raun og veru ekki raunverulegt ríki heldur "búin til á fyrstu árum Sovétríkjanna" hljóti að vekja áhyggjur, ekki einungis á Vesturlöndum heldur líka í Rússlandi.

Þar komu líka fram áhyggjur af því að framkoma Pútíns virðist hafa breyst að undanförnu, hann sé orðinn miklu einrænni og sjálfhverfari.

Hörður Þormar, 22.2.2022 kl. 17:47

2 identicon

Sæll Hörður, 

Já, þeir (Úkraínumenn) ættu kannski að hafa myndir af Lenín, Stalín og Nikita Khrusjov í fánanum hjá sér, því að Úkraínumenn eiga þeim svo mikið að þakka, fyrir að skilgreina Úkraínu svona í dag. Nú og kannski ættu þeir Úkraínumenn að hafa styttur og myndir af þeim af Lenín, Stalín og Nikita Khrusjov út um allt hjá sér, eða þar sem að þessir menn gáfu/skilgreindu allt þetta landsvæði undir Úkraínu svona í dag, þú?
En í allri þessari Rússafóbíu, svo og Rússahatri, þá er þetta allt saman eitthvað sem að má ALLS EKKI talað um, hvað þá í þessum lélegu ritstýrðu- og ríkistyrktu fjölmiðlum hér á landi, eða þar sem að Úkraína í dag vill alls ekki veita þeim rússneskumælandi þarna sjálfstæði eða hvað þá einu sinni heimastjórn
. Því að allt þetta rússneskumælandi fólk þarna á ekki að hafa nein rétt, nú og síðan er aðalatrið að NATO, Frakkland, Kanada og Bandaríkin styðja og vopni Úkraínu áfram gegn öllu þessu rússneskumælandi fólki þarna, þú?
KV.




Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.2.2022 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband