Að hvaða leyti gæti hugsanlegt Úkraníustríð orðið líkt Kóreustríðinu?

Kóreustríðið hófst sumarið 1950 með því að her Norður-Kóreu gerði fyrirfaralausa og óvænta árás á Suður-Kóreu og tókst næstum því ná því takmarki að leggja hana undir sig. 

Alþjóðlegur her, kenndur við Sameinuðu þjóðirnar en í einu og öllu undir forystu Bandaríkjamanna í raun, var kvaddur út, og tókst að snúa vörn í sókn undir stjórn Douglas Mac Arthurs og sækja langleiðina til Yalufljóts nyrst í Norður-Kóreu. 

Þegar Mac Artur virtist stefna að því að knésetja Norður-Kóreumenn alveg, sendu Kínverjar fjölmennar sveitir eins konar sjálfboðaliða til hjálpar norðanmönnum, og nú snerist dæmið við þannig að lið Sþ varð að hörfa allt suður til 38 breiddarbaugs, sem hafði verið landamæri Suður- og Norður-Kóreu. 

Mac Arthur sótti það fast að fá að fara í beint stríð við Kínverja og beita kjarnorkuvopnum, en Harry S. Truman var því algerlega andvigur, og sá sig knúinn til að reka Mac Arthur úr stöðu yfirhershöfðingja. 

Eftir að Dwight D. Eisenhower var kjörinn forseti og tók við embætti í ársbyrjun 1953 fór svo, að vopnahlé var samið í þessu stríði á því ári, sem stendur enn, 69 árum síðar, án þess að friðarsamningar hafi komist á. 

Eins og sést á þessu yfirliti, er hugsanlegt að margar svipaðar spurningar muni koma upp í Úkraínustríði nú. 

Einkum kann lærdómurinn af spurningunni um að beita kjarnorkuvopnum að verða mikilvæegur. 


mbl.is Herinn nær allur búinn undir innrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Það er ekki hægt að bera þetta saman við Kóreustríðið. Hér eru engin líkindi til þess að Kínverjar skerist í leikinn.

Allt framferði Pútíns minnir miklu frekar á Hitler heldur en Sovétstjórnina. Því hefur verið haldið fram að framkoma Pútíns hafi breyst undanfarið, hann sé orðinn einrænni og varari um sig, jafnvel að hann gangi ekki andlega heill til skógar.

Það er skelfilegt ef slíkur maður ræður yfir einum stærsta kjarnorkuher veraldar, með "rauða hnappinn" innan seilingar til að ýta á hvenær sem honum dettur í hug.

Hörður Þormar, 24.2.2022 kl. 11:42

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ef þér óar við Pútín, hað finnst þér um Biden Hörður minn?

Halldór Jónsson, 24.2.2022 kl. 15:42

3 Smámynd: Halldór Jónsson

En það er gaman aðm lesa hvað Ómari dettur margt skemmilegt í hug með sögulegri skírskotun

Halldór Jónsson, 24.2.2022 kl. 15:44

4 Smámynd: Hörður Þormar

Halldór.

Ekki er Joe Biden mitt uppáhald, en það er samt mikill munur á honum og Pútín.

Biden marði forsetakosningu sem "þinn maður", Donald Trump dró svo mjög í efa að æstustu fylgismenn hans stilltu upp gálga, fyrir framan Hvíta húsið, þar sem þeir ætluðu að hengja Mike Pence, varaforseta, vegna þess að hann hafði viðurkennt kjör Bidens.

Joe Biden mun vart sitja nema út þetta kjörtímabil og ákvarðanir hans verða að njóta stuðnings þings og stjórnar.

Pútín forseti sem nýtur 100% stuðnings Dúmunnar og stjórnar sinnar er hins vegar búinn að tryggja sér völd og setu allt til ársins 2036, væntanlega með a.m.k. 70% fylgi, enda mega þeir sem bjóða sig fram gegn honum búast við að verða dæmdir í langa fangelsisvist sem "hryðjuverkamenn".

Í gær birtist kostuleg myndklippa á Youtube þar sem Pútín var að yfirheyra yfirmann í leyniþjónustu sinni. Undir myndklippunni birtist athugasemd, eitthvað á þessa leið: "Aldrei hefði flögrað að mér að ég ætti eftir að kenna í brjósti um foringja rússnesku leyniþjónustunnar"foot-in-mouth.  

Hörður Þormar, 24.2.2022 kl. 17:23

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

Eigum við ekki frekar að bera saman Afganistan og Úkraínu
bæði með fólksfjölda um 40 M og stærð um 600 000 ferkm.

Grímur Kjartansson, 24.2.2022 kl. 20:42

7 identicon

Sæll Grímur,

Já, það er ekkert að því, að bera saman bæði stríðið í Afganistan og svo Úkraínu, þessu er reyndar ekki alveg saman að líkjast, eða hvað varðar ný-nasista Private Sector, Stepan Bandera group og fleiri nasista þarna í Úkraínu.


How prevalent are far right nationalists in Ukraine? | by Matt Florence |  Medium
Stepan Bandera: Why is this man responsible for thousands of murders called  'Hero'? Hundreds of people came out with torch on birthday


Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu og hans lið hefur drepið yfir 14.000 rússneskumælandi- og rússneskuættað fólk (eða "aðskilnaðarsinna"), svo og aldrei staðið við Minsk friðarsamkomulagið, heldur hafið hvert stríðið á fætur öðru. Hann hefur séð mjög vel til þess að veita þessu fólki í austurhlutanum EKKI neina heimastjórn. Er það einhver furða að Rússar séu svona sárir og reiðir yfir þessum þjóðernishreinsunum Úkraínumanna í austurhluta Úkraínu, þú?
Nú bæði NATO og ESB hafa og eru reyndar í dag að styðja þetta lið, og stuðningurinn er svo mikill hjá þeim, að þeir vilja alls ekki tala um og/eða minnast á Private Sector, Stepan Bandera group, og hvað þá alla þessa nazista  þarna í Úkraínu.
KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.2.2022 kl. 21:58

8 identicon

Sæll Hörður, 

"Allt framferði Pútíns minnir miklu frekar á Hitler heldur en Sovétstjórnina."

Hverjir eru hinir svokölluðu stofnfeður Úkraínu aðrir en Lenín, Stalín og Nikita Khrusjov? Úkraínumenn ættu kannski að hafa myndir af þeim Lenín, Stalín og Nikita Khrusjov í fánanum hjá sér, því að Úkraínumenn eiga þeim svo mikið að þakka, fyrir að hafa skilgreint Úkraínu svona í dag. Nú og kannski ættu þeir Úkraínumenn líka að hafa styttur og myndir af þeim af Lenín, Stalín og Nikita Khrusjov út um allt hjá sér, eða þar sem að þessir menn gáfu/skilgreindu allt þetta landsvæði undir Úkraínu svona í dag. Eftir hrun Berlínamúrsins, þá áttu  Úkraínumenn að tileinka Rússlandi þessi landsvæði aftur, en þeir stóðu aldrei við það.  

En í allri þessari Rússafóbíu, þá er þetta allt saman eitthvað sem að má ALLS EKKI talað um, nú og hvað þá í þessum lélegu ritstýrðu- og ríkisstyrktu fjölmiðlum hér á landi, eða þar sem að Úkraína í dag vill alls ekki veita þeim rússneskumælandi þarna sjálfstæði og/eða hvað þá einu sinni heimastjórn. Því að allt þetta rússneskumælandi fólk þarna á ekki að hafa nein rétt, nú og síðan er aðalatriðið að NATO, Frakklandi, Kanada og Bandaríkjunum styðja og vopna Úkraínu áfram og endalaust gegn öllu þessu rússneskumælandi fólki þarna.

May be an image of 3 people, map and text that says 'Territories annexed to Ukraine... by the Russian tsars in 1654-1917 CheenBhly by Vladimir Lenin in 1922 Poltava Vinnytsys Ukrainian territory in 1654 by Josef Stalin in 1939, 1945 C by Nikita Khrushchev'

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.2.2022 kl. 22:27

9 Smámynd: Hörður Þormar

Málstaður Pútíns eru sláandi líkur málstað Adolfs Hitlers við upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar. Hótanir hans um kjarnorkustríð eru skelfilegar. Það er greinilega geðveikur maður sem stjórnar Rússlandi.

Þeir sem styðja þennan málstað eru einfaldlega "Hitlers nasistar" 21. aldarinnar. 

Hörður Þormar, 24.2.2022 kl. 22:30

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Furðulegt að saka ríki með Gyðing sem forseta, um nasisma.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.2.2022 kl. 22:52

11 identicon

Sæll aftur Hörður,
Hótanir ganga á báða boga, þú? NATO er reyndar einnig að ógna og hóta Rússum, nú og talandi um Nasista, þá hefur NATO, Bandaríkin, Kanada og fleiri verið í því að styðja allt þetta ný- nasista liðið Private Sector, Stepan Bandera group,CBOBDA og fleiri nasista þarna í Úkraínu.
KV.

 The CIA May Be Breeding Nazi Terror in Ukraine
Ukrainian communists condemn bid to rehabilitate Nazi collaborators :  Peoples Dispatch
Global Neo-Nazism Is Increasing. Why Is The State Department Anti-Semitism Envoy Position Still Vacant? by the Forward

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.2.2022 kl. 22:56

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það eru líka til nýnasistar í Svíþjóð.

Og Bandaríkjunum.

So what?

Guðmundur Ásgeirsson, 24.2.2022 kl. 23:01

13 identicon

Sæll Guðmundur,

"Furðulegt að saka ríki með Gyðing sem forseta, um nasisma."

Já, en hann er mjög líklega neo- nasisti. En það er rétt, það eru reyndar margir í NATO sem að styðja þessa stefnu (eða nasisma) með bæði fjármagni og vopnum, og sjá reyndar ekkert að því. En þetta er nasista-herlið sem að m.a. er og hefur verið að berjast gegn rússnesku ættuðu fólki (eða gegn "aðskilnaðarsinnum") þarna í austurhluta Úkraínu.
KV. 

Driven by far-right ideology, Azov Battalion mans Ukraine's front line | Al  Jazeera AmericaFacebook condemned for hosting neo-Nazi network with UK links | Facebook |  The Guardian
Wolfsangel in E. Ukraine: Foreign Policy talks to deputy leader of  'pro-govt' Azov Battalion — RT World News
Ukraine's Neo-Nazi militia preparing to 'fight to the death' in Russia war  with guerrilla forces & 'Mad Max' tanks

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.2.2022 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband