25.2.2022 | 18:04
Einstigi og hálfgerð Gæsavatnaleið fyrir hundruð bíla .
Hér á síðunni má sjá myndir af aksturleið í Grafarvogshverfi sem liggur þessar vikurnar á um 15ö metra kafla um kostulegar torfærur vegna þess hve misheppnað moksturstarf er stundað.
Við íbúðablokkasamstæðu með um 130 íbúðum er sameiginlegt bílastæði blokkarbúanna og Borgarholftsskóla. Ætla má að nokkur hundruð manns þurfi að hafa aðgang að þessu svæði.
Í veðurfari eins og ríkt hefur að undanförnu hefur að vísu verið reynt að moka snjó af stæðunum og akstursleið að þeim og það gengið með herkjum.
En steininn tekur úr hvað varðar rúmlega 100 metra kafla leið inn á þetta bílastæðasvæði, því að í stað þess að henni sé haldið best við úr því að allir þessir bílar þurfa að fara hana fram og aftur, er þessi kafli stórlega vanræktur þannig að hann verður strax að illfærum klakabunkum og klakaruðningum þegar bílar troða snjóinn niður eða spóla og rótast í honum.
Að fara þennan stutta spotta er næstum eins og að vera kominn á eins konar Gæsavatnaleið í miðju borgarhverfi.
Verst er þó, að við mörk bílastæðanna þarf að taka vinkilbeygju, (neðsta myndin), en einmitt þar, á versta og fjölfarnasta staðnum er aðeins rudd breidd fyrir einn bíl, og beygjan einbreið inni á milli snjóhraukanna, sem mokað hefur verið upp.
Þar að auki hefur verið vanrækt með öllu að moka göngustíga við blokkina.
Það þýðir að reiðhjólafólki og vélhjólafólki er ætlað að setja sig í bráða hættu við að klöngrast yfir klakaruðninginn á akstursgötunni ef það ætlar sér að komast á reiðhjólum eða bifhjólum inn á göngustígakerfið.
f
Víðtækar vegalokanir vegna veðurs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.