Óhugnanlegar hótanir Pútíns.

Vladimir Putin dró línu i sandinn 2014 þegar vestrænn tundurspillir þótti gerast full nærgöngull við rússneska landhelgi þegar rússar höfðu hernumið Krím og sagði fullum fetum að hann myndi íhuga notkun kjarnorkuvopna ef lengra yrði gengið. 

Þá brá svo við, að fleiri slík atvik urðu ekki. 

Á sínum tíma voru Stalín, Bréznef og síðustu leiðtogar Sovétríkjanna varfærnir í yfirlýsingum og létu tilvist kjarnorkuvopnanna nægja án hótana af því tagi, sem Pútín lætur sér nu um munn fara. 

Nú hefur hann gefið svipað í skyn og 2014, en þó á þann hátt, að það vekur vissan óhugnað. 

Hvað á hann við með orðunum "að Vesturlönd séu að nálgast þann stað þar sem ekki verður aftur snúið."

"Ekki verður aftur snúið" með hvað? 

Það verður að gera þær kröfur til leiðtoga með völd Pútíns að vandað sé til yfirlýsinga og aðgerða eftir því sem föng eru á og brenna ekki brýr að baki í bráðræði. 

Það þótti verulega glannalegt þegar Donald Trump sagðist alveg vera til í það að gereyða Norður-Kóreu og þurrka það land og þjóð út á kortinu. 

Enginn forseti Bandaríkjanna hafði áður vogað sér að tala á þennan hátt.  

Skömmu síðar var Trump kominn á fund með Kim Jong-un sem reyndist árangurslaus og raunar hreint "show". 

Eftir að Trump er ekki lengur forseti er vonandi að glannalegum gífuryrðum linni hjá ráðamönnum þjóðanna.  

 

 


mbl.is Rússland: Brátt verður ekki aftur snúið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Það er ýmislegt sem bendir til að Pútín sé ekki í andlegu jafnvægi. Sumt í framkomu hans bendir til þess og ýmsar yfirlýsingar hans eru mótsagnakenndar eða ógnandi.

Ef stríðsbröltið hjá honum gengur ekki sem skyldi þá mun hætta aukast á að hann grípi til einhverra voðaverka. Þetta ætti ekki síður að vera áhyggjuefni meðstjórnenda hans í Kreml heldur en okkar.

Hörður Þormar, 25.2.2022 kl. 23:32

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Saga Rússlands endurspeglar landvinninga stefnu. Taka verður hótanir einræðisherra undir pressu alvarlega. Hversu langt úthald þeir hafa er annað mál.

Er ekki efnahagur þeirra álíka stór og Ítalíu? Netið kann og að breyta miklu.

Trump var yfirlýsingaglaður en ekki stritsherra.

Sigurður Antonsson, 26.2.2022 kl. 00:26

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Mér finnst þetta góður pistill hjá þér Ómar og er sammála um að glannalegar yfirlýsingar ættu allir að varast sem gegna svona embætti.

Ég vil bara aðeins velta fyrir mér hvort það sé rétt að fundur Trumps og Kim Jong-un hafi verið árangurslaus og hrein sýning. 

Gleymum því ekki að eftir hinn mikilvæga fund Reagans og Gorbasjovs í Höfða töldu hann margir hafa litlu eða engu skilað, en árangur kom í ljós síðar. 

Þegar einræðisherrar ræðast við eða varasamir leiðtogar getur verið mikilvægt að brjóta ísinn, mynda traust. Ef Trump hefði verið lengur og reynt betur að mynda traust hefði kannski orðið árangur seinna. 

Þvert á móti má segja að Donald Trump hafi verið sannur friðarhöfðingi en ekki Joe Biden. Að vísu var Trump yfirlýsingaglaður, en mönnum skildist að það var partur af persónuleika hans, og hann leyfði ráðgjöfum sínum að hafa mikil áhrif þannig að skynsamlegar leiðir voru valdar, eða hann var skárri en hann sýndist.

Kannski er Vladimir Putin allt önnur týpa, sá sem er hættulegri en hann virtist lengi.

Trump var alls ekki svo slæmur forseti.

Ingólfur Sigurðsson, 26.2.2022 kl. 01:22

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Putin tók Krimskaga 2014 í kjölfar þess að hann taldi að NATO stefndi á að gera gera höfnina að flotastöð (með kjarnavopn) inn á Svartahafi í samstarfi við mótmælendur þáverandi forseta Úkraínu Viktor Yanukovich, sem var hliðhollur Pútin en virtist vera að missa í tökin í landinu. 

Sama er að gerast núna, en nú er forsetinn Volodimír Zelenskí hliðholur NATO og NATO-ríkin dæla vopnum inn í Úkraínu undir þeim formerkjum að þau þurfi að verjast innrás Rússa en þessi vopn eru á sama tíma ógn við Rússa og auka hættu á innrás.  Í síðustu viku lét Zelenskí svo hafa eftir sér að hann hygðist koma sér upp kjarnavopnum. Sem Pútin svara með því að taka að taka Zelenskí úr umferð. 

Hér því um fyrirsjánlega atburðarrás að ræða sem NATO ríkin bera mikla ábyrgð á og síst minni en Pútin.

Guðmundur Jónsson, 26.2.2022 kl. 10:27

5 identicon

Samstaða Vesturlanda og staðfesta með gætni mun að lokum leiða okkur

út úr þessu.

magnús marísson (IP-tala skráð) 26.2.2022 kl. 12:05

6 Smámynd: Birgir Loftsson

Kom fundur Trumps og Kims í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina? Hefur þú íhugað það Ómar? Hann er eini forsetinn sem náði að taka við Norður-Kóreumanna og eini sem gekk yfir landamæri Suður- og Norður-Kóreu.

Það þarf að tala tæpitungulaust við harðstjóra.  Og hvað sagði Trump við leiðtoga NATÓ? Að girða sig í brók í varnarmálum og við Þjóðverja að gera sig ekki háða Rússa um orku.Hafði hann rétt fyrir sér? Veit að þú svarar mér ekki enda hef ég rétt fyrir mér. Ekki er hægt að andmæla sannleikanum og staðreyndum!

Getur þú bent mér á eitthvað í stefnu Trumps sem var rangt? Hafði hann ekki lag á Pútín og Xi? Hann sagði við þá að þeir væru góðir gæjar (sem þeir elskuðu að heyra) en beitti þá efnahagsþvíngunum um leið!!! Hann hélt þá á mottunni. Er Biden að gera það í dag? 

Þögn þín er svar í sjálfu sér, ef þú kýst að þeigja, um að ég hafi rétt fyrir mér.

Birgir Loftsson, 26.2.2022 kl. 12:10

7 Smámynd: Grímur Kjartansson

orð eru til alls vís
og því kröfur um að skera á öll samskipti við Rússa vanhugsaðar

Grímur Kjartansson, 26.2.2022 kl. 12:44

8 identicon

Sæll Ómar,

"Vladimir Putin dró línu i sandinn 2014.."

En hvað hinir svokölluðu sterku og ritstýrðu fjölmiðlar hér sögðu okkur ekki frá öllu, því þeir voru á þeirri skoðun, að það væri bara í góðu lagi að Bandaríkin og NATO héldu svona áfram með að styðja neo-nasista hersveitir í Úkraínu. Þessar hreinsanir á þeirra vegum hafa kosta yfir 14000 rússnesku ættað fólk lífið þarna í austurhluta Úkraínu. Því að það átti greinilega að koma Úkraínu inn í NATO og ESB. Í allri þessari rússafóbíu, þá má alls ekki minnast á þetta rússnesku ættaða fólk í fjölmiðlum hér, því að þetta rússnesku ættaða fólk og/eða rússnesku talandi, þarf alltaf að kalla sérstaklega "aðskilnaðarsinna" eða "hryðjuverkamenn", í öllu fjölmiðlum hér, nú og það má alls ekki minnast á rétt þeirra rússneskumælandi. Vonandi finna þeir fljótlega allar þessar fjöldagrafir, svo og verða þessir neo-nasistar dæmir sem fyrst.  Það er rangt hjá Selenski karlinum, að halda því fram að fjölskylda hans séu númer 2 á listanum, þegar það liggur fyrir það sé þessi ríkisstjórn- og neo-nasistahrópanir hans.
KV.





     

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.2.2022 kl. 16:05

9 identicon

Merkilegt að lesa póst frá þessum smjaðxrandi hundum Pútins, ekki manneskjur heldur hundspott

Bjarni (IP-tala skráð) 26.2.2022 kl. 17:53

10 Smámynd: Birgir Loftsson

Ómar svarar ekki alþýðufólki eins og okkur. Hann kemur með fullyrðingar sem hann þorir ekki að standa við. 

Birgir Loftsson, 27.2.2022 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband