26.2.2022 | 23:56
Orðræðan er að sumu leyti eins og hún var 1942.
Giskað hefur verið á að megnið af þeim 8 milljónum manna, sem Stalín svelti í hel með aðgerðum sínum við að taka land af bændum og færa ríkinu í formi samyrkjubúa, hafi verið Ukraínumenn.
Þegar Hitler réðst inn í Sovétríkin 1941 töldu margir Úkraínumenn sig eiga harma að hefna gagnvart Stalín og tóku innrásarhernum jafnvel fagnandi í byrjun.
En þá komu SS-sveitirnar fast á eftir hernum og hofu þegar í stað mikil fjöldamorð.
Við það breyttist stemningin og ræða Stalíns um að koma til varnar "mother Russia" hafði mikil áhrif. Og ekki síður það að alla tíð síðan er Heimsstyrjöldin síðari ekki nefnd því nafni eystra, heldur "Föðurlandsstríðið mikla."
Síðan eru liðin 80 ár og enda þótt nýnasistar hafi að einhverju leyti skotið upp kollinum, rétt eins og Þýskalandi, Bandaríkjunum og fleiri löndum, er hæpið að hægt að réttlæta innrás í Úkraínu sem eins konar herferð gegn nasistaríki.
Segir nasistana í Úkraínu almenna borgara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
https://fb.watch/bqBRXkqaoJ/ Hefur hann rétt fyrir sér?
Birgir Loftsson, 27.2.2022 kl. 02:12
Það eru gjarna tvær hliðar á peningnum. Úkraníska sjálfboðaliðsveitin 14th.Waffen SS - Galicia þótti vægt sagt harðsnúinn, m.a. í að framfylgja ýtrustu þjóðernishreinsunum Þriðja Ríkisins, svo lítið virðist hafa breyst, nema að nú virðist tekið að halla á stuðningsmenn Móður Rússlands, síðan að löglega kjörinni stjórn (að sögn ÖSE (með ísl. eftirlitsaðila innanborðs)) var steypt af stóli með utanaðkomandi stuðningi 2014 - eins og einhverjir muna ennþá.
Jónatan Karlsson, 27.2.2022 kl. 10:47
Nytsamir sakleysingjar trúðu á Stalín og dýrkuðu. Seinna komust þeir að því að þeir höfðu farið villu vegar þegar fórnarlömb hans voru talin í milljónum. Þeir voru ekki með Stalín heilkenni, heldur blindir á voðaverk hans. Fjöldinn allur af bloggurum hafa kosið að hafa bundið fyrir bæði augu þegar þeir ræða um Pútín og innrás hans í Úkraínu.
Sigurður Antonsson, 27.2.2022 kl. 12:05
Sæll Jónatan,
Úkraínumenn eru reyndar mjög ánægðir með þeirra sögu, svo og þeirra stuðning við þriðja ríki nasismans. Nú og þeim finnst það líka í góðu lagi að notast við þessi nasistamerki, svo og allar þessar neo-nasista herdeildir þarna í austurhluta Úkraínu gegn þeim rússnesk ættuðu fólki (eða skv. msm "aðskilnaðarsinnum") Þetta þjóðernissinnalið hefur drepið yfir 14.000 rússneskt ættað fólk þarna, nú og hefur sannað fyrir umheiminum að þeir hata Rússa, svo og þar sem að þeir banna þeim að tala rússnesku. Fólk skilur ekki alla þessa reiði hans Putins, og finnst það bara sjálfsagt að NATO haldi áfram svona að styðja neo-nasista í austurhluta Úkraínu, því það er svo mikilvægt hjá þeim að Úkraína komist inn í NATO.
KV.