28.2.2022 | 15:00
"Hönd, sem heldur á rýtingi...". Lúkasjenko í hlutverki Mussolinis?
´Þegar Hitler hafði lagt undir sig nær allt Frakkland í júní 1940 og aðeins var eftir að taka smá skika hér og þar og semja uppgjafarskilmála, sagði Ítalía Frakklandi stríð á hendur.
Mussolini gerði þetta þvert ofan í ráðleggingar utanríkisráðherra hans, Ciano, sem var tengdarsonur el Duce og þvert ofan í ráðleggingar hers og ríkisstjórnar.
Mussolini dreymdi um að verða nokkurs konar nútíma Cesar við "Mare nostrum", "hafið okkar", Miðjarðarhaf í endurvöktu Rómaveldi.
Aðferðin var lúaleg og Roosevelt Bandaríkjaforseti líkti henni við hönd, sem hefði haldið á rýtingi og stungið í bak nágrannans.
Hitler gein ekkert við þessu framtaki, því að Mussolini hafði verið og varð sífellt meira byrði á Þjóðverjum, sem héldu hernaði Öxulveldanna á floti og urðu hvað eftir að bjarga Mussolini frá afleiðingum eigin axarskafta.
Það uppátæki Mussolinis að ráðast inn í Grikkland seint um haustið 1940 fékk háðulega útreið og truflaði fyrirætlanir Hitlers um herferð á hendur Sovétríkjunum.
Til að bjarga málum endaði það mál og "svik" Jógóslava með því, að Þjóðverjar lögðu undir sig allan Balkanskagann og Krít að auki, og fyrir bragðið tafðist innrásin í Sovétríkin um dýrmætar sex vikur, sem ekki var hægt að vinna upp.
Nú er Lúkasjenko búinn að fá svipað "blod paa tanden" og Mussolini 1940 á lúalegan hátt þegar Rússar eru búnir að hafa alla fyrirhöfnina af því að knésetja Úkraínumenn.
Lúkasjenko hefur átt allt sitt undir stuðningi Pútíns, rétt eins og Mussolini átti allt sitt undir stuðningi Hitlers forðum.
"Nú get ég" sagði íslenski karlinn forðum.
Sagan endurtekur sig.
c
Pútín varar við hærra matvælaverði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fjári góð samlíking eins og oft áður
Halldór Jónsson, 28.2.2022 kl. 16:51
Þesai ótíndi flugræningi Lukasjenkó
Halldór Jónsson, 28.2.2022 kl. 16:53
Ekki má gleyma Egyptalands ævintýri Mússólínis sem varð til þess að Hitler þurfti að senda Rommel til Líbýu. Það ævintýri endaði við El Alamein haustið 1942 og varð Hitler harla dýrtkeypt.
Því miður held ég að Lúkasjenka geti ekki orðið Pútín svo óþarfur úr þvi sem komið er. En ég held að mótmælin í Belarús hafi skotið Pútín svo skelk í bringu að hann þorði ekki annað en að hjálpa Lúkasjenka til að stöðva þau, annars myndu þau berast til Rússlands.
Það eru ekki atómvopn NATO sem þessir karlar óttast mest heldur er það unga fólkð, snjallsímarnir og internetið.
Pútín og Lúkasjenkó vita nefnilega fullvel hver urðu endalok Mússólínis og Sjáseskús. Það eru endalok þeirra sem þeir óttast mest.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 28.2.2022 kl. 16:54
"Pútín og Lúkasjenkó vita nefnilega fullvel hver urðu endalok Mússólínis og Sjáseskús. Það eru endalok þeirra sem þeir óttast mest. "
Þýzkaland er okkur ekki samboðið og má þessvegna tortímast. Einhvernveginn þannig kvöddu nasistarnir land sitt 1945.
Ætli þeir kumpánar Pútín og Lúkasjenkó hugsi ekki einhvernveginn þannig um Stór-Rússland og sjálfa sig? Það óttast maður eiginlega.
Halldór Jónsson, 28.2.2022 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.