Klakinn og hjarnhrúgurnar verstar, röng forgangsröð.

Fyrir rúmri viku var fjallað um furðulega tilhögun snjómoksturs á 100 metra langri tengingu milli tveggja bílastæðasvæða. DSC00016 

Í dag var þetta sama svæði skoðað aftur í ljósi loforða um úrbætur, og þá kemur í ljós, að ástandið hefur VERSNAÐ!  

100 metra kaflinn er tengistubbur við bílastæðasvæði fyrir um 120 bíla ætti að sjálfsögðu að vera í forgangi með mokstur. 

Til lítils er að moka 120 bílastæðin ef eina leiðin að þeim er ófær, vegna skorts á snjómokstri sem veldur því að þarna sitja bílar fastir og spóla allt út með djúpum splólholum, sem gerir þennan mikilvægasta stubb alls kerfisins í hverfinu að torleiði sem minni á Gæsavatnaleið. DSC00013

Þegar þetta er vanrækt við snjómokstur, þjappa bílarnir snjóinn saman og gera hann að klaka, en spóla jafnframt djúpar holur og skorninga í hjarnið og klakann. 

Í ofanálag gættu þeir, sem hönnuðu gatnakerfi þessa svæðis, ekki að því, að aðal vindáttin þarna í algengasta vindinum, að austan og suðaustan, stendur þvert á þennan stubb, svo að hann fyllist fyrst af öllu af snjó í blindbyl og skafrennningi, og að þarna þarf að moka mestan snjó, af því að þar skefur mestan snjó að. 

Þar að auki feykir þessi algengasti austan stormur öllu lauslegu meðfram húsaröðinni yfir að norðurhlið blokkarinnar fyrir neðan, og á þeirri hlið komu arkitektarnir fyrir kjallaratröppunum sem fyllist af rusli úr hálfu hverfinu í slíku veðri! 

Ekki batnar ástandið við enda þessarar leiðar, sem þá verður að krókóttu einstigi milli hjarnhrúganna. 

Engin lausn virðist í sjónmáli. Spáð er 13 sentimetrum af nýjum snjó í lok helgar. 

 


mbl.is Snjódýpt í febrúar nær aldrei verið meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í frétt segir 444 sentimetra snjódýpt.

Ætli fréttabeibí moggans þekki muninn á sentimetrum og millimetrum?

Þakka ber þó fyrir að beibíið skrifaði ekki 444 metra snjódýpt.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.3.2022 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband