Fróðlegt ef Pútín er að mistakast á sínu sérsviði.

Þegar Pútín tók við völdum af Jeltsín fór sérkennilegt fyrirbrigði að skjóta upp kollinum í formi launmorða. Í stað þess að Stalín hafði á sínum valdatíma stundað stórfelldar hreinsanir, aftökur og ofsóknir þar sem milljónir fólks féllu í valinn, kom í ljós aðferð, sem í stað milljóna drepinna fol í sér eitt og eitt launmorð. 

Smám saman kom í ljós svo ísmeygilegt val á hinum myrtu að það eitt sýndi mikil líkindi á því hver stæði að baki.  Það var líka sameiginlegt þessum morðum, að þau voru öll launmorð, og ef líklegir morðingjar náðust reyndist ómögulegt að rekja slóðina til Pútíns. 

 


mbl.is Þrjú misheppnuð morðtilræði á einni viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband