Rafvæðing bílaflotans má ekki seinni verða.

Nú er spáð hraðhækkandi eldsneytisverði á alþjóðamarkaði, lítrinn að fara í 300 krónur og heldur áfram upp. DSC09697

Þetta þýðir gerbreytt ástand á orkumarkaðnum.  

Eftir því sem eldsneytisverð veður upp um þessar mundir, verður kostnaðarmunurinn á því að nota eldsneytisdrifinn bíl og rafdrifinn bíl æ meiri, auk þess sem eldsneytisorkan er innflutt en raforkan ekki. Invicta og Tazzari rafbílar

Á síðunni eru birtar myndir a þremur bílum til nánari útskýringar, sem allir voru keyptir á sínum tíma með hliðsjón að sem mestum sparnaði. 

Grái Suzuki Alto bíllinn var ódýrasti nýi bíllinn á markaðnum þegar hann var keyptur 2014, kostaði 1,75 milljónir nýr og getur eytt allt niður fyrir fimm lítra á hundraðið, en 6,5 l í blönduðum akstri við íslenskar raunaðstæður. 

Þessum bíl hefur verið ekið um 10 þúsund kílómetra á ári um allt land, frá Bolungarvík allt austur til Loðmundarfjarðar og upp á Sauðárflugvöll á Brúaröræfum! 

Orkukostnaður á 100 kílómetra um 2000 krónur og fer hækkndi! Notið innflutt orka. 

Rauði tveggja manna rauði rafbíllinn, Tazzari Zero, var ódýrasti nýi rafbíllinn á Íslandi 2017 kostaði þá 2 millur. DSC09698

Á myndinni stendur hann fyrir aftan rafbíl af svipaðri stærð, sem nú hefur verið hafin sala á hér á landi, Invicta D2 sem kosta á 2,4 millur nýr.   

Tazzari bílnum hefur verið ekið innanbæjar og farið á honum tvisvar í Borgarnes og einu sinni á Selfoss. Drægnin hefur verið um 90 kílómetrar á hleðslu og hámarkshraðinn getur orðið yfir 90 km áE klst. 

Honum hefur verið ekið þrjú þúsund kílómetra á ári og raforkueyðslan hefur verið um 10 kwst á ekna 100 kílómetra, eða um 100 krónur á 100 kílómetra! Eingöngu notað heimilisrafmagn! Engin erlend orka! 

Endurtek. Orkukostnaður 100 krónur á hundrað kílómeta, 20 sinnum ódýrari en á sparneytnasta bensínbíl. Og orkukostaður á meðalstærð af rafbíl er meira en tíu sinnum minni en á sparneytnasta bensínbíl 

Þriðji bíllinn á myndinni er Suzuki Grand Vitara dísil, árgerð 1998, breyttur fyrir jöklaferðir. Hann verður fornbíll á næsta ári, eyðir um 10 lítrum af dísilolíu á ekna 100 kílómetra.

Honum hefur verið ekið aðeins nokkur hundruð kílómetra ári, eingöngu í örfáum jöklaferðum til myndatöku. 

Síðustu tvö ár hefur aksturinn á þessu heimili færst í það að nýta sem best rafreiðhjól, sem eyðir raforku fyrir 2 krónur á hvern ekinn kílómetra og rafknúið Super Soco LUx léttbifhjól, sem eyðir orku fyrir um 5 krónur á hvern ekinn kílómetra. 

Rafreiðhjólið kostaði 250 þúsund krónur nýtt fyrir sjö árum, en Super Soco hjólið 300 þús. 

Auk þess er hægt að grípa í Honda PCX 125 cc bensínvespu árgerð til ferða út á land, sem eyðir 2,2 l. á hundraðið eða 700 krónum og kostaði 400 þúsund krónur nýtt 2016. 

Farið hefur verið um allt vegakerfið á því hjóli fyrst Hringveginn á rúmum sólarhring 2016, og Hringveginn og Vestfjarðahringinn, alls 2000 km í einum rykk 2017.   

 

 

 

 


mbl.is Enn hækkar bensínverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband