Umhverfisráðherrann margsaga í Kastljósi í kvöld.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, auðinda og loftslagsráðherra svaraði spurningum Baldvins Þórs Bergssonar út og suður í viðtali í kvöld og aldrei fékkst út úr honum, hve mikil sú viðbótarorka væri, sem nú er básúnað að þurfi í formi virkjana, samt alltaf talað um raforkuframleiðslu Íslands.  

Hún felur í sér hátt á þriðja þúsund megavatta í uppsettu afli, sem er meira en tíu sinnum hærrri tala en raforka fyrir allar landssamgöngur okkar. 

Guðlaugur hélt því fram að Íslendingar þyrftu að framleiða gríðarlega orku til þess að halda uppi flugi, annars yrðum við eftirbátar allra "þjóða, sem við berum okkur saman við."

Nú er það bæði eðlisfræðileg og efnafræðileg staðreynd, að það er einungis á stystu leiðum innanlands, sem raffflugvélar yrðu samkeppnishæfar, jafnvel þótt til kæmu miklar tækniframfarir, vegna þess mikla þunga, sem rafhlöður og annar búnaður krefst á flugleiðum yfir hafið í hinum nýju og "grænu" flugvélum.  

Baldvin þráspurði Guðlaug hvort það væri ekki vegna stórs hluta stóriðjunnar í meira en tvöföldun raforkuframleiðslu okkar, sem væri raunveruleg orsök slíks ofurvaxtar. 

Svör Guðlaugs Þórs voru þrungin mótsögnum; annars vegar að stóriðjan yrði ekki frek til fjörsins til hins að auðvitað yrðu allar tegundir notkunar raforkunnar að dreifast víða í efnahagslífinu ef halda ætti uppi atvinnulífi í landinu, sem væri samkeppnihæft við það sem er hjá "þjóðum, sem við berum okkur saman við." 

Orðalagið um stóriðjuna og atvinnulífið tengt á kunnuglegan hátt við "þjóðirnar, sem við viljum bera okkur saman við." 

Færð hafa verið að því skýr rök, að rafvæðing bílaflotans kostar aðeins lítið brot af þeim ósköpum af orku, sem tönnlast er á í öllum fréttaflutningi af þessu máli. 

 


mbl.is Þörf á allt að 124% aukningu á orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hlustaði á viðtalið við ráðherrann, þar kom fram að ekki eru neinar stóriðjuframkvæmdir á döfinni. Hins vegar væri það ekki framlag til loftslagsmála að reka stóriðjuna úr landi.

Ef við ætlum að verða "kolefnisneutral" þá verðum við að framleiða sjálf þá orku sem við flytjum nú inn sem jarðefnaeldsneyti, til þess þurfum við stóraukna raforku. Ráðherrann kom ekki fram með neinar tillögur um það hvernig  sú orka yrði fengin, hann nefndi þó vindorku, jafnvel sólarorku. Kannski mætti líka beisla orku hafsins.

Íbúum landsins mun stórfjölga á næstu árum og áratugum. Stóraukin orkuþörf  er því óhjákvæmileg.

Hver er tillaga umhverfissinna í orkumálum???

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 8.3.2022 kl. 23:00

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Stóraukin orkuþörf er í landinu." Við þetta er oft bætt, að heimilin skorti orku. 

En hvað eyða íslensk heimili núna af raforku landsmanna?

Jú, 5 prósentum, um 160 megavöttum af 2600 alls. 

Stóriðjan í eigu erlendra aðila tekur til sín meira en 80 prósent, en öll fyrirtæki og heimili í eigu okkar sjálfra innan við 20. 

Ómar Ragnarsson, 9.3.2022 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband