20.3.2022 | 01:08
Pútín liggur ekkert á. Oft byggist hernaður á að taka sér nægan tíma.
Vetrarstríð Rússa og Finna tók rúma þrjá mánuði. Rússar fóru hrakfarir fyrstu tvo mánuðina en síðan varð liðsmunurinn, bæði hvað snerti fjölda hermanna og hergögn, smám saman til þess að Finnar voru ofurliði bornir eftir einstaklega hetjulega baráttu.
Bandamenn réðust inn í Normandy í júníbyrjun 1944 í stærstu innrás sögunnar af sjó.
Lítið rak eða gekk fyrstu vikurnar alveg fram í ágúst. Bandamenn þurftu sinn tíma til að gera höfnina í Cherburg í stand og safna liði og búnaði.
Þegar því var lokið eftir harða baráttu Bandamanna við að halda velli, var komið að því að vaxandi yfirburðir í lofti og snjöll sóknaráætlun hleyptu af stað sókn þar sem allar flóðgáttir opnuðust.
Montgomery gerði sig líklegan til þess að brjótast í gegn, en það var gert til að draga sem mestan herafla Þjóðverja þangað, og á á réttu augnabliki geystus brynsveitir Pattons fram til suðurs og siðan austur í hálfhring, sem ógnaði Þjóðverjum með umkringingu.
Í Vetrarstríðinu voru upphugsaðar ýmsar hugmyndir hjá Bretum og Frökkum um að taka hernaðarlegan þátt í stríðinu með Finnum, en það strandaði allt á óhönduglegri aðstöðu til að framkvæma slikt, auk þess sem þá var hætta á því að aðalatriðið, að standast yfirvofandi áhlaup Þjóðverja á Frakkland og Niðurlönd yrði vanrækt.
Ljóst var að stigmögnun Vetrarstríðsins myndi einungis gera málið enn verra og hættulegra.
Svipað er uppi nú. Stigmögnun Úkraínustríðsins yrði glæfraspil og yrði sennilega til þess að allir aðilar biðu enn meira tjón en nú blasir ið.
Það er sagt að Pútín dragi lappirnar varðandi það að ganga til vopnahléssamninga.
Það er skiljanlegt í ljósi aðstöðumunar, sem minnir á aðstöðumuninn milli Rússa og Finna 1939-1940.
Tíminn vinnur líklega með Pútín, og hann mun ekki ganga til vopnahléssamninga nema að hann sé kominn í betri stöðu en nú.
Hann mun stefna að því að svelta og umkringja Úkraínsku borgirnar hægt og bítandi.
Ekki einn blettur sem sýnir ekki merki stríðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem aðallega vinnur með Pútín í þessum óeirðum er að ansi stór hluti íbúanna þar sem hann er að gera innrás er með honum í liði.
Ég persónulega, í hans sporum hefði létið eiga sig að gera innrás, bara til þess að sjá alla á vesturlö0ndum hringsnúast í hysteríukasti yfir yfirvofandi stríði - sem þeir hefðu svo líklegast startað sjálfir.
Leiðtogar á vesturlöndum þrá þetta stríð.
Ég er að bíða eftir að Biden ýti á rauða takkann.
Verður gaman, enda nokkuð ljóst að nokkrir kafbátar bíða innan færis frá Austurstönd USA með nokkrar bombur.
En bíðum og sjáum.
Ásgrímur Hartmannsson, 20.3.2022 kl. 01:35
Alltof margir hafa því miður gælt við þá hugsun að heyja þriðju heimsstyrjöldina með kjarnavopnum sem möguleika.
Hrein hrollvekja var að sjá það upplýst hvernig Varsjárbandalagið hugðist nota kjarnorkuvopn skipulega í hugsanlegri sókn sinni vestur í Frakkland, og vafalaust hefur NATO átt og á enn áætlun þar sem gert er ráð fyrir tilvist MAD kennisetningarinnar.
Ómar Ragnarsson, 20.3.2022 kl. 10:34
Ómar, þetta er ekki stríð. Þetta er fjöldamorð. Ríkisrekin risastór hryðjuverkastarfsemi. Heimsveldi hins illa er að neyta aflsmunar á miklu minna nágrannaríki.
Hér segir opinber úkraínsk upplýsingastofnun frá því að rússneskur skriðdreki stillti sér upp fyrir framan elliheimili og skaut á það. ELLIHEIMILI.
56 varnarlaus gamalmenni myrt og nokkuð ljóst að þetta er bara eitt lítið dæmi af mörgum.
https://twitter.com/dsszzi/status/1505498901532626948
Theódór Norðkvist, 20.3.2022 kl. 12:30
Sæll Ómar,
Fyrirgefðu hvað við erum öll fljót að gleyma öllum þessu stríðum er NATO og Bandaríkin hafa staðið fyrir í fyrrum Júgóslavíu, Afganistan, Írak, Líbýu og Sýrlandi. Nú sprengjuregnið hjá NATTO og Bandaríkjamönnum yfir fyrrum Júgóslavíu tók alls 78 dag eða 11 vikur. En eins og þú veist þá hafa Bandaríkin og NATO einkaleyfi til að hefja stríð með öllum þessum góðu lyga-átyllum (e. fake/false pretext)o.s.frv., annars er ég á móti öllum þessum proxy- stríðum. KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.3.2022 kl. 16:58
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.3.2022 kl. 19:07
Þú talar um Vetrarstríð - það er ekkert næsturfrost framundan og allt að 15°hiti í Kyiv yfir daginn. Það er nú góður sumarhiti á Íslandi
Grímur Kjartansson, 20.3.2022 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.