Togstreita hugmyndakerfa síðan fyrir aldamót.

Á þessari öld hefur togstreita hugmyndakerfa milli Vesturlanda og ýmissa annarra kerfa verið næsta samfelld víða um lönd þar sem Vesturlönd hafa verið áberandi oft í stóru hlutverki. 

Ágætis pistill um þetta var fluttur í hádegisútvarpi RÚV nú áðan, þar sem rakið var, hvernig hugmyndafræði Pútíns og Rússlands hefur um aldir mótast af ólíkum viðhorfum Rússa í stjórnmálalegum og trúarlegum efnum. 

Í Rússlandi hefur Pútín farið fyrir andófi gegn vestrænnni hugmyndafræði um frjálslynt og opið lýðræði með mannréttindi ofarlega á blaði, sem hefur meðal annars stuðlað að mikilli alþjóðasamvinnnu í viðskiptum. 

Rekja má þessa togstreitu ólíkrar heimsmyndar og hugmyndafræði allt aftur til þess tíma þegar íslenskir víkingar voru meðal þeirra, sem voru þátttakendur í stofnun ríkja, borga og trúardeilda fyrir nær þúsund árum. 

Í ljósi þessa er nauðsynlegt að kafað verpi dýpra ofan í þá staðreynd, hve víða inngrip og stefna vesturlanda víða um heim hefur oft misheppnast eða verið hluti af hörmungum.  

Má þar nefna innrásina í Írak og hið svonefnda Arabíska vor, þar sem stöðumat Vesturlanda reyndist alveg misheppnað, sem og innrásin í Afganistan. 

Í kjölfarið kom meiri flóttamannastraumur til Evrópu en dæmi eru um áður, og þjóðernissinnaðir flokkar úti á jaðri stjórnmálalitrófsins komust til áhrifa. 

Ferill Donalds Trumps í Bandaríkjunum er eitt afbrigði að þessu. 

Nú þarf að skoða vandlega þau líkindi með stefnu Vesturlanda í Austur-Evrópu annars vegar og í Arabalöndunum hins vegar, að vel meint framsókn NATO og vestrænnar hugmyndafræði og lýðræðis hefur enn eina ferðinga endað í stríði og átökum.  

 

 

 


mbl.is Stríðið knúið áfram af brjálæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er mjög athyglis- og umhugsunarverður punktur, sem þú kemur hér inn á.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.3.2022 kl. 20:15

2 Smámynd: Hörður Þormar

Egill Helgason ræddi við finnska rithöfundurinn, Tapio Koivukari í "Silfrinu" 27. febrúar, um mismuninn á Rússum og Vesturlandabúum. Þar kom hann með þá athyglisverðu skoðun að "menningarbyltingin" á Vesturlöndum, sem skapaði einstklingshyggjuna, forsendu lýðræðisins, hefði aldrei náð almennilega til Rússlands. 

Hörður Þormar, 19.3.2022 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband