Léttbifhjól leyna mjög á sér sem farartæki hvað snertir kolefnisspor. Það á akki aðeins við um rafknúin láttbifhjól, heldur jafnvel líka bensínknúin.
Sem dæmi má nefna léttustu bensínknúnu léttbifhjólin, sem sex ára reynsla á ferðum um allt land sýnir, að eyði helmingi minna eldsneyti en sparneytnustu bílar, og séu fimm sinnum ódýrari, sjö sinnum léttari og margfalt einfaldari smíði en minnstu bílarnir.
Myndin er tekið í einni slíkri ferð í kringum landið 2015.
Hið síðastnefnda, einföld smíði og léttleiki, gerir kolefnisspor framleiðslu, rekstrar og förgunar svo lítið, að hugsanlega er slíkt hjól með minna samanlagt kolefnisspor en minnstu rafbílarnir, jafnvel þótt hluti af sporinu sé bensíneyðsla hjólsins sjálfs.
Neðsta myndin er af rafknúnu léttbifhjóli í reynsluakstri við Gullfoss.
Fleiri rafbílar njóti ívilnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það hlýtur að koma að því að þessi rafknúnu farartæki þurfi að taka þátt í kostnaði við viðhald vega og gangstíga eins og allir aðrir.
Hef ekki orðið var við að rafbílar séu síður á nagladekknum en aðrir bílar. Ekkert sanngjarnt að ökumenn þessara farartækja sé hlýft við gjöldum vegna viðhalds vega en aðrir látnir borga fyrir þá. Réttlátast væri að láta þá borga hærri bifreiðagjöld en bensínökumenn þar sem þeir borga ekkert bensíngjald.
Bjarni (IP-tala skráð) 26.3.2022 kl. 10:34
Sem sagt. Sanngjarnt að rafknúið eða bensinknúið léttbifhjól, sem er tíu sinnum léttara og tíu sinnum fyrirferðarminna en bíll, taki jafn mikinn þátt í kostnaði við viðhald vega og gangstíga og bílarnir.
Ómar Ragnarsson, 26.3.2022 kl. 20:10
Rafbílar eru ekki léttari en bensínbílar, bera ekki virðisaukaskatt og borga ekki bensíngjald.. Eigendur þessara bíla eru ekki að borga sinn hluta af viðhaldi gatna en nota þær engu að síður.
Bjarni (IP-tala skráð) 26.3.2022 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.