Man nú nokkur orð Krústjoffs, "we´ll bury you." Orð geta vegið þungt.

Í Bandaríkjaferð Nikita Krústjofss skommu fyrir lok embættistíðar Eisenhowers, áttu þeir saman orðaskak, hann og Richard Nixon, sem þá var varaforseti, á glæsilegri sýningu á amerísku heimili með öllum þægindum. 

Krustjoff benti á það forskot í geimnum, sem Sovétríkin voru búin að ná og hnykkti á með því að segja. "We´ll bury you."

Þetta hleypti afar illu blóði í Ameríkumenn og vesturlandabúa. 

Því miður vannst ekki tóm til að leiðrétta þessi orð, sem voru röng þýðing túlksins á rússnesku orðtaki, sem þýðir alls ekki það að neinn ætli að grafa einhvern, heldur frekar eitthvað líkt því Íslendingar kynnu að segja, svo sem "við eigum eftir að salta ykkur", "við eigum eftir að steikja ykkur", með miklu mildari meiningu en felst nákvæmlega í orðunum. 

En þetta atvik er gott dæmi um það, hve mikilvægt það er í samskiptum að vanda orðaval, þar með talið vandasamar þýðingar. 


mbl.is Það sem enn má ekki segja upphátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband