Suður-Kóreskir bílar koma æ sterkar inn.

Bíll ársins í Evrópu hefur í bráðum hálfa öld verið einna eftisóttasta viðurkenningin á sviði bílaframleiðslu.  

Það tók Hyundai og síðar Kia marga áratugi og komast í fremstu röð, og reyndar var sá fyrsti frá þessu landi, Hyundai Pony, afar léleg smíð.  Eb ódýr var hann.  

Á síðustu árum hafa þessar verksmiðjur sótt jafnt og þétt í sig veðrið, og þrátt fyrir harða samkeppni ekki hikað við að hafa nána samvunnu.  

Almennt vita til dæmis kaupendur ódýrustu bílanna, Kia Picanto og Hyundai i10, að þessir bílar eru í raun að miklu leyti sami bíllinn, en þó hannaðir þannig, að auðvelt er að gefa þeim hvorum um sig sérstakan svip.  

Það sést á yfilitinu yfir þá bíla, sem lengst komast á vinsældalistum núna, að þeir kóresku uppskera nú sem aldrei fyrr ávöxtinn af því að hafa lagt sig í framkróka með að vera á fullu í samkeppninni um framleiðslu og sölu rafbíla og vetnisbíla 

  

 


mbl.is Kia EV6 valinn Bíll ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband