"Seljum fossa og fjöll..." Vísa Flosa.

Undir lok  eins af sjónvarpsþáttum Flosa Ólafssonar á sinni tíð söng hann vísu eina frumsamda  um það sem nú raungerist víða hér á landi eins og sjá má í viðtengri frétt á mbl.is. Vísan vakti athygli og vangaveltur. 

 

Seljum fossa og fjöll! 

Föl er náttúran öll! 

Og landið mitt taki tröll! 


mbl.is Stefnt að nýrri verksmiðju í Þorlákshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Er þetta ekki bara frábær hugmynd, fara að dæmi Rómverja með steypugerð?

Það eru fyrirtækin í landinu sem draga vagninn hvað varðar lífskjör og velsæld þjóðarinnar.  Ríkissjóður og sveitarfélög byggja síðan á þeim grunni. 

Af hverju þurfa Íslendingar sí og æ að andskotast út í fyrirtækin?

Bjarni G. Bjarnason (IP-tala skráð) 30.3.2022 kl. 19:04

2 identicon

Sammála Bjarna. Hið besta mál.

Vonum að sem mest verði eftir hér á landi í þessu öllu.

Thrandur Olafsson (IP-tala skráð) 30.3.2022 kl. 22:31

3 identicon

Má ekkert Ómar?  Eigum við öll að flytja aftur í torfkofana og bíða eftir því að verða gigtveik og karlæg?  Sýndu þó allavega gott fordæmi og fluttu inn í torfkofa við einhvern moldarhaug þar sem þú getur haldið á þér hita í faðmlögum við mórauða rollu, klæddur lopapeysu og brókum úr sama efni. Já og segðu bless við ellilífeyrinn, framundan verða öll viðskipti bara vöruskipti, fyrir mórauða ull færð skreið en ekki harðfisk.

Bjarni (IP-tala skráð) 30.3.2022 kl. 23:34

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hún er orðin svolítið þreytt, þessi síbylja, að aðeins sé um tvennt að ræða, að virkja öll mestu náttúruveræmæti landsins - eða - að fara inn í torfkofana.

Allir þeir, sem voga sér að setja spurningarmerki við þá stóriðjustefnu að meira en tífalda orkuneystluna handa útlendum fyrirtækjum, eru stimplaðir sem fylgismenn þess að fara aftur í torfkofa fyrri alda.

Er ekki hægt að lyfta þessari umræðu á örlítið hærra plan?   

Ómar Ragnarsson, 31.3.2022 kl. 17:47

5 identicon

Var verið að tala um virkjanir?  Snérist þessi pistill þinn ekki um efnistöku?

Bjarni (IP-tala skráð) 31.3.2022 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband