31.3.2022 | 18:33
Sívaxandi ásókn í efnistöku. Fimmföld í Seyðishólum.
Fyrir aldarfjórðungi var reynt að skoða hvert væri umfang malartekju hér á landi.
Niðurstaðan var sú að líklega væru malarnámur á þriðja þúsund.
Gott dæmi um ásóknina í efnistöku, sem blasir við núna er malartekjan í Ingólfsfjalli, en einnig sést hvernig tekjan eykst við rætur Vifilsfells, og fyrir nokkrum árum voru fyrirætlanir um malartekju við fjallsrætur Hafnarfjalls, sem fjallað var um hér á síðunni, en þar er um að ræða sérlega fallega sethjalla, sem eru hluti af heildmynd fjallsins.
Einnig hefur áður verið fjallað um ásókn í rauðamalartekju í Seyðishólum í Grímsnesi hér á síðunni, og nú sést í viðtengdri frétt á mbl.is, að samkvæmt birtum tölum um töku þar næstu fimmtán árin, fela þessar tölur í raun í sér fimmfalt meiri malartekju á þessu svæði en hefur verið síðustu 70 ár.
Halda hefði mátt að eyðing Rauðhólanna við Reykjavík hefði verið víti til varnaðar, en þvert á móti virðist ásóknin í malartöku fara vaxandi.
Viljum ekki að landinu sé mokað burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.