Willis og Ali voru einstæð fyrirbæri sem íþróttamenn.

Sumir íþróttamenn eru þannig úr garði gerðir, að það fæðast kannski ekki nema einn eða tveir slíkir á öld. 

Muhammad Ali og Bruce Willis voru slíkir menn, og áttu eitt sameiginlegt: svo mikinn hraða í hreyfingum, að það gat leitt til vandræða fyrir kvikmyndatökumenn þess tíma. 

Hið fræga "vofuhögg" Alis í seinni bardaga hans við Liston var af slegið af slíkum ofurhraða, að myndavélarnar og áhorfendurnir sáu það aldrei og þaðan af síður Liston. 

Höggið sem felldi Liston, var gagnhögg Alis gegn stungu Listons sem var miklu hægari en þetta eldingarleifturs sem "the phamton punch" var.  

Hjá þjálfuðum hnefaleikurum eru verstu höggin þau, sem þeir sjá ekki koma. Liston sá höggið aldrei koma. 

Á kvikmyndinni af þessu sést að höfuð Liston hreyfist eldsnöggt á augnabliki höggsins, en Ali skyggir hins vegar á höggið, séð frá myndavélinni. 

Deilt var um þetta og Ali grínaðist með það eftir á með því að segja að það hefði varað innan við einn 25 úr sekúndu, eða svipað og sá timi og tekur menn að depla augunum. 

Eina skýringin á því að enginn skyldi sjá höggið hefði augljóslega verið sú, að allir i salnum hefðu depluðu augunum á sama tíma og höggið reið af! 

Sönnun þess að vofuhöggið hefði verið raunverulegt högg hefur hvergi verið nefnd í hnefaleikabókum, en það var svipað högg í 11. lotu titilbardaga Alis við Ron Lyle tíu árum síðar. 

Ali var undir á stigum þegar 11. lotan hófst og bardaginn hafði verið tilbreytingarsnauður. 

En eitt örstutt augnablik í 11. lotunni standa bæði Lyle og Ali kyrrir á sama andartakinu, og þá sendir Ali ógnarlanga og ofurhraða beina hægri beint á kjammann á Lyle, "on the temple."

Á kvikmyndinni af þessu atviki, sem var tekið frá besta sjónarhorni á hlið við boxarana, sést höggið að vísu, en það er samt svo hratt, að nákvæmlega augnablikið sem snerting hanska Alis verður við kjálka Lyle, sést alls ekki, vafalítið framkcæmt með hárnákvæmri únliðshreyfingu í bláendann og líkast stungu nautabana.

Þetta eina högg sneri bardaganum á hvolf, því að þótt Lyle félli ekki í strigann vissi hann hvorki í þennan heim né annan í kjölfar höggsins á meðan Ali lét dynja á honum fádæma flotta höggafléttu þar sem hvert einasta högg rataði í mark og TKO, tæknilegt rothögg, varð niðurstaðan. 

Því er verið að minnast á þetta hér, að á hápunkti ferils síns réði Bruce Willis yfir svo yfirnáttúrulega hröðum höggum, að sum högg hans náðust ekki á mynd. 

Willis fékk skömm í hattinn oft á tíðum, þegar leikstjórar rifu hár sitt út af myndskeiðum, sem varð að taka aftur til þess að þessi snilldarhögg sæust. 

Bæði Willis og Ali lifðu af því að hafa góðan talanda, einkum og það eru grátleg örlög, að báðir fengu sjúkdóma þar sem málsnilli var tekin af þeim. 


mbl.is Bruce Willis hættur að leika vegna málstols
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Aldrei nsá ég höggið vel sem endaði "rumble in the jungle" með sigri Alis eftir tapaðan bardaga að manni virtist.

Halldór Jónsson, 1.4.2022 kl. 06:50

2 identicon

Ertu ekki að meina Bruce Lee frekar en Bruce Willis?

Sigurjon Einarsson (IP-tala skráð) 3.4.2022 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband