Borgarastyrjaldir eru oft illvígastar og mannskæðastar.

Bandaríkin hafa tekið þátt í tveimur heimsstyrjöldum og tugum styrjalda um allan heim, en lang mannskæðust var borgarastyrjöldin um miðbik 19. aldar.

Styrjöldin í Úkraínu er á milli tveggja nágrannaþjóða sem eiga margt sameiginlegt um menningu og sögu en bæði vettvangurinn og átökin fara fram á svæðum með næsta flóknum átakaflötum sem mun geta gert hugsanlegt vopnahlé og stríðslok erfið í framkvæmd. 

Í Seinni heimsstyrjöldinni tókust Finnar og Rússar tvisvar á og að sögn rússnesks viðmælanda sem var unglingur 1941-42 var rússneska heimafólkið miklu hræddara við Finnana en Þjóðverjana, þótt þýskir hermenn hefðu fengið frítt spil til að drepa sovéska kommisara hjá Hitler á þeim forsendum að Sovétmenn væru ekki aðilar að Genfarsáttmálanum. 

Enda varð stríðið á austurvígstöðvunum 1941-1945 margfalt mannskæðara en stríðið á vesturvígstöðvunum 1940 og 1944 til 1945.  


mbl.is Selenskí kynnir „böðlaskrá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband