Neðanjarðarstuðlaberg.

Þegar finna þurfti hrafntinnu til nota við endurbyggingu Þjóðleikhússins þurfti að gæta vel að varðandi umhverfisáhrif þess að sækja hrafntinnu austur í Hrafntinnusker til nota í hvelfingu salarins. Fundin var viðunandi lausn á því máli. 

Fyrir um þremur áratugum kom í ljós, að undir yfirborði svæðis í Hrunamannahreppi var að finna gríðarlegt magn af stuðlabergi og var þá gerð þar náma til að nýta þetta fallega blágrýti. 

Teknar voru af því kvikmyndir fyrir sjónvarpsfréttir og það reifað, að ef þarna hefði verið um stuðlaberg á yfirborði að ræða, líkt og til dæmis Dverghamrar á Síðu, mætti ekki raska slíkri náttúruperlu. 

Öðru máli gilti um stuðlabergið í hreppum, sem ósnortið hefði aldrei glatt neinn, heldur falið þar sjónum manna um aldur og ævi. 

Í staðinn er nú upplýst, að stuðlabergið úr Hrepphólanámu mun gleðja augu þeirra, sem njóta munu útlits nýbyggingar Landsbankans. 


mbl.is Bankinn klæddur stuðlabergi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svolítið annar tónn hjá Ómari en þegar hann talaði um stuðlabergið í Þormóðsdal (Seladal) Það stuðlaberg var líka neðanjarðar.  Þar fór hann hamförum eins og honum var lagið.

Olafur Sigurmundsson (IP-tala skráð) 10.4.2022 kl. 19:26

2 identicon

hvað ætli þetta bruðl hækki vexti LÍ mikið ?-

Birgir Örn Guðjónsson (IP-tala skráð) 10.4.2022 kl. 20:03

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mig rámar í fyrirætlanir um gullnám í Þormóðsdal, en ekki í að ég "hafi farið hamförum í því máli."

Ómar Ragnarsson, 10.4.2022 kl. 21:58

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er svolítil hrunlykt af því að reisa þetta dýra hús, er það ekki?

Ómar Ragnarsson, 11.4.2022 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband