Hvað segja "kuldatrúarmenn" við þessu?

Síðusta áratug hafa efasemdarmenn um loftslagsbreytingar farið mikinn í því að fullyrða að "40 þúsund fífl" hafi verið á Parísarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember 2015. Allt væri að ruglu og bábiljur, sem þar hafi verið rætt, hvað þá niðurstaða ráðstefnunnar. 

Margir þessara "kuldatrúarmanna", meðal annars í bloggheimum og netheimum, gengu lengra og færðu fram fjölda niðurstaðna "virtra vísindamanna" sem sýndu hið þveröfuga, að loftslag "færi hratt kólnandi" og að vísindalegar niðurstöður sem Parísarráðstefnan byggðist á, væru tilbúningur einn og falsfréttir. Landris v hlýnunar

Enn fengu kuldatrúarmenn byr í seglin með tilkomu Donalds Trumps sem bætti við betur og kvaðst ætla beita sér fyrir því  að láta reka alla falsvísindamanna heimsins og ráða "alvöru" vísindamenn í staðinn. (Sem voru væntanlega sammála honum). 

Svo langt gekk þetta, að birtar voru myndir, sem áttu að sýna að jöklarnir hefðu gengið langt fram, og einna lengst skriðjökull á vesturströnd Grænlands, um meira en hundrað kílómetra síðan seint á 19. öld  og væri enn á framskriði! 

Myndir af rýrnun íslenskra jökla taldi einn kuldatrúarmaðurinn falsaðar á þann veg, að íslenskir vísindmenn sneru þeim við; myndirnar sem ættu að sýna jökulinn eins og hann var, væru í raun af honum eins og væri núna, - og ofugt. 

Hjá Landmælingum Íslands hefur verið unnið að því í aldarfjórðung undir forystu þýska prófessorsins Ulrich Munzers að koma upp mælipunktum á völdum stöðum fyrir nákvæmar gps hæðarmælingar. 

Nú sést hér á viðtengdri frétt á mbl. kort sem sýnir á grundvelli þessara mælinga, það sem íslenskir vísindindamenn höfðu spáð fyrir, að sá hluti landsins, þar sem mestir jöklar eru, hefur risið um allt að 20 sentimetrum samfara rýrnun jöklanna. 

Einn kuldatrúarmanna kvaðst fyrir nokkrum árum hafa brugðið máli sjálfur á jöklana og komist að því sjálfur með hliðsjón af gögnum frá NASA, og hið rétta væri, að jöklarnir væru ekkert að minnka! 

Hvað skyldu hann og hans skoðanabræður segja núna um þessi nýju gögn? 

Falsanir fyrir 40 þúsund fífl?  

Missýning milljóna ferðamanna sem hafa farið framhjá jökulsporðunum? 


mbl.is Landrisið er beintengt afkomu jökla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Er maður kuldatrúarmaður, ef maður leyfir sér að draga í efa að hlýnun jarðar stafi eingöngu af mannavöldum?

 Hvert er kolefnisspor Íslands í stóra samhenginu? 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 10.4.2022 kl. 23:35

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef við skiptum jarðarbúum upp í um 30 þúsund samfélög, sem væru með um hálfa milljón íbúa hvert, mörg þeirra borgarsamfélög eða svæðissamfélög af slíkri stærð, yrði kolefnisspor Íslands svipað og hvers hinna samfélaganna. 

Ef Ísland eitt ætti að fá undanþágu vegna þess hve hluti þess er lítill, ættu öll hin samfélögin rétt á hinu sama. 

Það er enginn að tala um að hlýnun lofthjúpsins sé eingöngu af mannavöldum, heldur hitt, að svo stór hluti hlýnunar hans sé af mannavöldum, að það muni mikið um það.  

Ómar Ragnarsson, 11.4.2022 kl. 00:05

3 Smámynd: Hörður Þormar

Próf. Harald Lesch með smá kennslustund í loftslagsvísindum (hægt er að ná í íslenskan eða enskan texta):                          Harald Lesch: Der Klimawandel [ZDF]           

Hörður Þormar, 11.4.2022 kl. 10:49

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvaða máli skiftir hvort einhverjir jöklar breytast á milli áratuga?
Það er normalt.
Nema þú sért einhverskonar kolefnistrúarmaður, sem trúir ekki á náttúruna.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.4.2022 kl. 13:07

5 identicon

Sæll Ómar.

Til lukku! Loksins, loksins erum við á leiðinni fjandans til!

Með þetta eins og Íslandsbanka: Saman er bræðra eign best að líta!

Húsari. (IP-tala skráð) 11.4.2022 kl. 14:14

6 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Getur þú upplýst hve stórir jöklar voru um landnám

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 11.4.2022 kl. 14:34

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

´Íslenskir vísindamenn áætla samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir liggja, að þeir hafi verið minni en jöklarnir eru núna, en hins vegar stærri en jöklarnir hér verða á næstu öld ef hlýnunin heldur áfram. 

Ómar Ragnarsson, 11.4.2022 kl. 14:53

8 identicon

Gott þótti um Klofajökul að fara.

Land þá vaxið víði, frá fjöru til fjalls.

Svo skal hver þjóð lesa sér til gagns.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.4.2022 kl. 15:36

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Jökullus Himalayafjöll hækka um hálftommu á ári þrátt fyrir 40 þúsund fóflin mín

Halldór Jónsson, 12.4.2022 kl. 03:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband