Norður-Víkingur NATO 1999: Æfð árás á náttúruverndarfólk á hálendinu.

Þótt NATO eigi sér marga fylgismenn hér á landi, hedur brottför hersins aldrei orðið að veruleika. heldur slegin af hjá vinstri stjórununum 1956-1958 og 1971-1974. 

Eftir það hefur engin íslensk ríkisstjórn haft brottför í stjórnarsáttmála. 

Þar með er ekki sagt, að alger eining um aðgerðir í nafni bandalagsins sé í röðum fylgismanna. 

Að minnsta kosti var það yfirlýst hlutverk æfingarinnar Norður-Víkings í júlí 1999, að láta hana snúast um viðbrögð við hryðjuverkum, og yrði þar efst á blaði að fást við náttúruverndarfólk á hálendi Íslands. 

Þá var Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og hefur þessi heræfing verið í nafni þjóðarinnar. 

Einn liður æfingarinnar og kannski sá helsti, var að setja á flugbann á miðhálendinu, til þess að að lofther NATO gæti æft þar þátttöku F-15 orrustuþotna í hugsanlegri viðureign við náttúruverndarfólkið, sem forsvarsmenn æfingarinnar flokkaði sem mestu og kannski einu hryðjuverkaógn landsins. 

F-15 voru þá öflugustu orrustu- og sprengjuþotur heims og dugði ekkert minna til en öflugustu drápsvélar til að fást við svipað fólk á hálendinu og settist niður í Gálgahrauni 2013. 

Vitað er að minnsta kosti eina einshreyfils flugvél íslenska, sem þurfti að fljúga um bannsvæðið og fannst flugmanni hennar, sem var samþykkur veru landsins í NATO það blóðugt tilhugsunar, að ef hann vogaði sér að fljúga í gegnum bannsvæðið, mætti hann eiga von á árás orrustuþotnanna ef þær ætluðu að beita sér gegn lögbrjótunum með þeim vopnum, sem þær höfðu. 

Því varð hins vegar ekkert úr því að brjóta bannið og "friður var kominn á" á hálendinu, svo að notað sé svipað orðalag og er á viðtengdri frétt á mbl.is.  


mbl.is Friður kominn á í Hvalfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Hefur Ísland viðvarandi dvöl erlent herliðs á Íslandi? Ég hélt að Kaninn hafi farið 2006...og síðan hafa NATÓ-þjóðir skipst á að senda hingað flugsveitir til loftrýmisgæslu. Ert þú á móti NATÓ-aðild Íslands?

Birgir Loftsson, 11.4.2022 kl. 15:54

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef aldrei verið á móti NATÓ-aðild Íslands, heldur meðmæltur á svipuðum  forsendum og Norðmenn. Þar í landi varð svonefnd Alta-deila mjög hörð í kringum 1980 vegna virkjunar í Norður-Noregi og hlekkjuðu mótmælendur sig við vinnuvélar. 

Síðar, 2003, stráði Guðmundur Páll Ólafsson lausum íslenskum fánum á virkjanaveg fyrir Kárahnjúkavirkjun og einnig í lónstæði miðlunarlóns við Hágöngur. 

Þrátt fyrir Altavirkjunina höfðu Norðmenn ekki ímyndurafl né hugarfar til þess að halda NATO heræfingu þar í landi, þar sem sett væri upp flugbannsvæði svo að öflugustu orrustu- og sprengjuflugvélar gætu æft sig í því að beita sér gegn náttúruverndarfólki. 

Ómar Ragnarsson, 11.4.2022 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband