"Hrægammar" og "spákaupmenn" birtast á ný.

Hrunið 2008 innleiddi nokkur óalgeng orð, sem komust á allra varir. Dæmi um þau voru "hrægammar" "vogunarsjóðir" og "spákaupmenn og "Hrunverjar."  

Fyrsti "hrægammurinn" sem hagnaðist á gjaldþrotum var kominn til Íslands strax á fyrstu Hrundögnum til þess að láta til sín taka á "brunaútsölum." 

Þessir fulgifiskar Hrunsins voru fyrirferðarmiklir í nokkur ár eftir Hrunið meðan verið var að gera öll ósköpin upp en hurfu síðan úr umræðunni. 

Þegar svo var komið, er það athyglisvert að þessar vofur fortíðarinnar reynast sprelllifandi að því er virðist og gamalkunnur hrollur fer um marga. 


mbl.is Hafi ekki séð fyrir að „spákaupmenn“ myndu fá hlut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki markt sem pirrar og angrar Íslendinginn meira en að einhver skuli stunda viðskipti eða fyrirtækjarekstur og græða á því. Þá eru þeir fljótir að finna niðrandi uppnefni og tala um viðkomandi eins og um hinn versta glæpamann sé að ræða. Og um þá hrýslast hrollur við að sjá menn hagnast og auðgast en það hlakkar í þeim þegar menn tapa og missa allt. Hún er ekki hvorki fögur né stór þjóðarsálin.

Vagn (IP-tala skráð) 13.4.2022 kl. 02:00

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Fjármagn hefur aldrei verið bundið neinni tryggð
Hér áður gat það tekið tíma að flytja fjármagn milli landa
Í dag flytjast gífurlegar upphæðir heimsálfa á milli á sekúndubroti
Þefandi upp "fjárfestingar" möguleika

Grímur Kjartansson, 13.4.2022 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband