Kirkjurnar í Coventry og Köln.

Í Seinni heimsstyrjöldinni fóru stórkostleg menningarverðmæti forgörðum í loftárásum beggja aðila. Nöfn dómkirknanna í Coventry í Bretlandi og Köln í Þýskalandi koma upp í hugann. 

Einkum var eyðileggingin í Coventry 14. nóvember 1940 hræðileg, því að í þeirri árás einbeittu Þjóðverjar sér að borgum með menningarminjum og virtist það vera hluti af þeirri ætlun að brjóta barúttuþrek Breta niður. Eyðileggingin var nær alger í Coventry, því aðeins útveggir stóðu eftir af kirkjunni.  

Í Köln sprungu um 70 sprengjur í eða alveg við kirkjuna og varð hún, einkum þakið, illa úti, en fyrir harðvítugt starf slökkviliðs tókst að leggja grunn að endureisn kirkjunnar, sem ekki var mögulegt í Coventry. 

Árás Bandamanna á Dresden í ársbyrjun 1945 var enn hörmulegri varðandi borg fulla af flóttamönnum og með enga hernaðrþýðingu á lokamánuðum stríðsins. 

 


mbl.is Menningararfur Úkraínu í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta bliknar allt við síðustu afrek Pútíns sem sanna að mannkynið hefur ekkert lært né fíflskan ekkert minnkað. EN AEG slapp mikið til við bombur. Af hverju?

Halldór Jónsson, 13.4.2022 kl. 23:53

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afrek Hitlers hljóðuðu uppá 6 milljónir Gyðinga auk margra milljóna í viðbót. 

Stalín stóð að dauða 3ja til 10 milljóna í Úkraínu auk milljóna í viðbót. 

Ómar Ragnarsson, 14.4.2022 kl. 00:54

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ómar þú ættir nú að kynna þér hlutina áður en þú ferð að bulla einhverja vitleysu sem enginn fótur er fyrir.  Sannleikurinn er sá að steindu gluggarnir í kirkjunni í Coventry voru fjarlægðir og þeim komið í geymslu, því einhverra hluta vegna vissu menn af þessari loftárás sem var yfirvofandi.  Hvernig sem stóð á því fundust þessir gluggar síðar á Akureyri og gerði Karl Smári Hreinsson heimildarmynd um þetta og skrifaði margar greinar um þetta mál en greinilega hefur þetta allt farið framhjá þér...........

Jóhann Elíasson, 14.4.2022 kl. 09:36

4 identicon

Jóhann, eitthvað hefur farið framhjá þér af sögu glugganna í Akureyrarkirkju. Staðreyndin er sú að aðeins einn gluggi frá Coventry er í Akureyrarkirkju. 

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1013760/

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.4.2022 kl. 16:46

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þorvaldur, það voru gerðar miklar tilraunir til þess að  þagga þetta mál niður og voru skrifaðar nokkrar blaðagreinar í því tilfelli.  Ekki veit ég hvar á landinu þú ert en ef þú ert staddur á höfuðborgarsvæðinu þá getur þú séð  steinda glugga úr kirkjunni í Coventry í Áskirkju í Reykjavík, en þessir gluggar eru ekki á úthlið kirkjunnar heldur inn af anddyri hennar (sem ég á svolítið erfitt með að skilja hver skýringin er á).  Auk þess sem einhverjir steindir gluggar frá kirkjunni í Coventry eru á Akureyri.Ég hvet þig eindregið til þess Þorvaldur að horfa á þessa heimildarmynd og kynna þér þessi mál almennilega......

Jóhann Elíasson, 22.4.2022 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband