Hugsanlega nota Rússar nú vopn keypt af NATO þjóðum við eyðingu Mariopol.
Og kann að vera stutt í það að NATO þjóðir leggi Úkraínu til orrustuþotur sem smíðar voru í Sovétríkjunum.
Á RÚV eftir hádegi í dag ver Mariopol umræðuefnið.
"Maropol hefur alltaf verið eitur í beinum Pútíns" sagði Úkraínumaður, sem upprunninn er þaðan en hefur búið undanfarin ár á Íslandi. "Pútín hefur alla tíð séð ofsjonum yfir því að hún framleiddi 10 prósent af iðnaðarframleiðsl Úkraínu og var þar að auki á svæði milli Krímskaga og Donbass, sem Rússar ásælast."
Rætt var við þennan mann í athyglisverðu og mjðg áhrifamiklu viðtali í útvarpsþættinum Heimskviðum á Rás eitt að loknum hádegisfréttatímanum.
Hann sagði að níutíu prósent bygginganna í borginni væru ónýtar og að borgin væri Híróshima eða Aleppo Úkraínu hvað byggingar snerti og lýsti áhrifaríku einnar mínútu símtali systur sinnar í Mariopol við við móður og systur sína, þar sem mæðgurnar voru staddar staddar hjá páfanum.
Rússneskur hermaður leyfði þetta örstutta símtal.
Það er sagt að allir tapi á stíði en Sergei sagði að þegar fjær drægi gætu bæði Úkraínumenn or Rússar unnið sigur eftir að Rússar væru lausir við Pútín.
Rússar fengu vopn frá tíu ríkjum ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Munurinn er samt mjög mikill. Kjarnorkustríð valda eitrun og geislun mannsaldra fram í tímann sem berst jafnvel um alla jörðina, jafnvel af litlum sprengjum. Þau valda dauðsföllum hjá jafnvel þeim sem eru fjarri sprengjugígnum og verstu svæðunum. Kjarnorku ætti að banna með öllu, bæði sprengjur og kjarnorkuver.
Svipuð eru sýklavopn og efnavopn, en þó mun skárri, því sýklar og veirur stökkbreytast og mildast með tímanum allajafna.
Efnamengun er þarna mitt á milli, hún getur verið mjög hættuleg og skæð.
Pútín hefur enn haft skynsemi til að beita hefðbundnum vopnum. Bandaríkjamenn frömdu SKELFILEGAN glæp með Hiroshima og Nagasaki. Kjarorkutilraunir þeirra og allra annarra þjóða ætti að fordæma sem mest, og loka kjarorkuverum og hætta því brölti, nota aðra orkugjafa.
Svo fáránlegt er það að Pútín skuli hreykja sér af einhverri risasprengju sem getur útrýmt öllum Frökkum, það minnir á kjánaskapinn og gorgeirinn í þeim Norður Kóreyska Kim, foringjar sem fá vald með svona vopnum eru ekki virðingarverðir.
Pútín berst með venjulegum vopnum. Það sýnir ekki styrk að berjast með öðrum vopnum, en hefðbundin vopn hafa verið þróuð á ýmsa vegu, að vísu, en gereyðingarvopn, þau eru GAGA, eins og þú hefur fjallað um. Allir tapa á þeim, og þeim ætti að eyða.
Ingólfur Sigurðsson, 23.4.2022 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.