Minnir dálítið á skiptingu Póllands og landvinninga Hitlers.

Landvinningar Hitlers 1935 til 1939 fóru fram án þess að hleypt væri af skoti, nema þá á Spáni.   

Í samræmi við Versalasamningana fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla í Saar héraðinu, og í framhaldi af því við lögðu Þjóðverjar það undir sig.

Versalasamningarnir kváðu á um Rínarlönd væru herlaust svæði, en 1936 sendi Hitler her inn í þau og komst upp með það, án þess að Vesturveldin hreyfðu hönd né fót. 

"Hann er nú aðeins að fara inn í sinn eigin bakgarð" var sagt á Vesurlöndum, en Hitler sagði eftir á, að þarna hefði hann tekið mestu áhættuna á ferli sínum, og nú var hafin eins konar gambling hjá honum næstu árin. 

Sama árið réðust fasistar frá Afríku yfir til Spánar og hófu borgarstyrjöld við lýðræðisstjórnina þar með dyggri aðstoð Hitlers og Mussolinis. 

Hitler sendi meira að segja þýska árásarflugsveit "Condor legion" til þess að stunda nýjustu tækni í loftárásum og á endanum vannst sigur. 

1938 sameinaði Hitler Þýskaland og Austurríki (Ansluss) með hervaldi og næsta bráð var Tékkóslóavakí. 

Í Munchanarsamningunum 1938 knúði Hitler fram sameiningu Súdetahéraðanna við Þýskaland og í mars 1935 braut hann samkomulagið og lagði alla Tékkóslóvakíu undir sig; enn án þess að hleypf væri af skoti. 

Mussonlini hertók Albaníu í apríl og nú var komið að Póllandi, landinu sem stórveldin höfðu hernumið á árunum 1774 til 1793 í þremur áföngum. 

Pólland var endurreist í Versalasamningunum en hið svonefnda "Pólska hlið" bútaði Þýskaland sundur í tvennt og var það mikill þyrnir í augum Þjóðverja. 

Með því að ráðast á Pólland í september skiptu Þjóðverjar og Rússar landinu á milli sín; svipuð aðferð og 1774 til 1793. 

Fyrir 2014 horfði Pútín á Svartahafsströndina svipuðum augum og Hitler á Eystrasaltsströndina fyrir 1939. 

Það skyldi þo ekki vera að Pútín draymi um að hún verði öll undir rússneskum yfirráðum líkt og hitler dreymdi um Eystrasaltsströnd Þýskalands og muni sækja eftir því takmarki með öllum tiltækum ráðum og brögðum?

 

 


mbl.is Fimm látnir eftir loftárás á Odessa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mér fannst athygliverð umfjöllun Heimis Más á Stöð 2 / Visir.is, þar sem hann bendir á að Pútín vilji loka aðgangi Úkraínu að Svartahafinu, leiðinni að Krímskaganum.

Takist það, er Moldóvía næst sem hann étur í morgunmat og það er eflaust ástæða þess að landið sótti hart að fá inngöngu í NATO. Þar er smá landræma, Transnistria (hefur ekkert með Drakúla að gera!)

Þar býr lítill rússneskur minnihluti sem hann ætlar sér síðan að nota til að splundra Moldóvíu og veikja landið svo hann getur lagt það undir sig næst. Þá er NATO-landið Rúmenía næsta vörn, efast um að þeir séu hrifnir af að hafa brjálæðinginn á landamærunum að hóta þeim í sífellu.

Held það sé a.m.k. búið að kveða niður þær ranghugmyndir að Pútín hætti bara eftir að hafa lagt undir sig Donbass og fari bara heim til Kreml að safna spiki. Ó, nei.

Theódór Norðkvist, 25.4.2022 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband