30.4.2022 | 18:03
MORFÍs í beinni sjónvarpsútsendingu 1986.
Viðfangsefnin í sjónvarpsþættinum Á líðandi stundu fyrstu mánuði ársins 1986 var tvísýnt verkefni, ekki síst tæknilega.
Reynt var að taka upp sem fjölbreyttust umfjöllunarefni sem víðast um landið, og má kannski segja að afleiðingarnar hafi borið keim að því að þátturinn var alger nýjung hér á alla lund.
Í flest skiptin tókst vel til, en þó ekki alveg alltaf eins og gengur, og yfir þáttinn, þar sem sýnt var frá MORFis í Háskólabíói, gengu tæknilegir örðugleikar af ýmsu tagi, sem ekki tókst að leysa úr.
Þessi ræðukeppni var þá nýtilkomin og hafði aðeins verið haldin tvívegis áður.
Em það er gaman til þess að vita að þessi keppni skuli enn vera við lýði eftir öll þessi ár, því að vel saminn texti til flutnings með góðri framsögn á undir högg að sækja.
Þess má geta að eitt misheppnað atriði í öðrum þætti Líðandi stundar, var það að lofa fólki að sjá í beinni sjónvarpsútsendingu, sem entist allan þáttinn , hvernig leikari væri handleikinn þegar hann væri settur í gervi og búning.
Þetta hafði verið undirbúið vel og æft og leit vel út til að byrja með.
En þegar á hólminn kom var hitinn í salnum miklu meiri en búist hafði verið við, svo að atriðið misheppnaðist algerlega hvað það snerti, að engin leið var að láta ásett nef og fleira halda lögun sinni, heldur lak þetta allt niður á svipaðan hátt og nefið á Peter Sellers í atriðinu í tannlæknastólnum hjá Peter Lom, þar sem ásett nefið aflagðist sífellt meira og meira og lak niður á efri vörina!
Söguleg MORFÍs-úrslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
MR hefur lengi verið stórveldi í MORFÍs. Ef minnið bregst mér ekki, kom lið MR (held ég frekar en MS) til Ísafjarðar að keppa við Menntaskóla Ísafjarðar, þegar ég nam við skólann.
Held það hafi verið í MORFÍs, ef ég man rétt voru tvær ræðukeppnir í gangi á þessum árum.
Helgi Hjörvar var einn af keppendum gestanna. Það þarf kannski ekki að taka það fram, en auðvitað möluðu þeir mína menn (og konu, var a.m.k. ein í liðinu.)
Theódór Norðkvist, 30.4.2022 kl. 20:44
Helgi Hjörvar var minnisstæður í keppninni 1986.
Ómar Ragnarsson, 1.5.2022 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.