Það sem útlendingar eiga oft erfiðast með: að fastsetja ekki áfangana fyrirfram.

"Drottinn leiði drösulinn minn; / drjúgur verður síðasti áfanginn"... orti Grímur Thomsen, en óraði áreiðanlega ekki fyrir því að Íslendingar myndu eiga eftir að henda hinu ágæta orði "áfangi" og tönnlast í staðinn á alls konar "leggjum", meðal annars í texta viðtengdrar frétta á mbl.s., og syngja: "...drjúgur verður síðasti leggurinn.."

Áratuga reynsla af samstarfi og ráðleggingum við erlenda ferðamenn hefur verið sú, að það sem þeir eiga erfiðast með að sætta sig við, að vegna dynta í íslensku veðurfari er óráð að fastsetja hverja einustu dagleið eða áfanga í fyrirhugaðri ferð. 

Sumir þeirra, sem vilja koma hingað í kringum áramótin, geta ómögulega skilið það að þá vanti að mestu daginn í sólarhringinn, sem er þá að mestu leyti skammdegisnótt. 


mbl.is Tæplega mánaðar fjölskylduferð um hálendi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband