6.5.2022 | 07:56
Kínverjar koma æ víðar sterkir inn.
Í Úkraínustríðinu og heimsfarsóttinni hefur komið æ betur fram hve mikið atriði er hvar svonefndir íhlutir eru framleiddir.
Þegar litið er á nýjustu yfirlitsrit um bíla og vélhjól er sláandi, hvernig kínversk bílmerki á borð við BYD leggja undir sig æ fleiri síður svo að það blasir við augum.
En samt er þetta alls ekki öll sagan, því Kínverjar standa að baki fjölda bílaverksmiðja um allan heim, til svo nálægt okkur sem Volvo í Svíþjóð.
Í Kína er mesta bílaframleiðsla í heimi og til dæmis framleiddir miklu fleiri bílar af gerðinni Buick en í Ameríku.
Stærstu bílaframleiðendur heims keppast við að auka framlreiðslu sína í Kína, svo sem Volkswagen og Toyota.
Og á vélhjólamarkaðnum eru Tævanir í allra fremstu röð og sækja fram.
Fyrsta rafknúna hjól síðuhafa, rafreiðhjól, var komið til´Íslands frá sölufyrirtæki í Bretlandi, og sérstaklega var þess getið að það væri framleitt fyrir bandarískan markað.
En síðan kom í ljós að við þetta bættist sú staðreynd, að hjólið er hreinræktað kínverskt, ein af ótal gerðum af kínverskum hjólum af gerðinni Dyun!
Vegna þess að það er gert fyrir bandarískar aðstæður er það með 32ja km hámarkshraða í vélknúnum fasa og þar að auki alveg einstaklega nytsamlega handgjöf.
Helstu seljendur léttbifhjóla í 50 cc flokki hér á landi flytja inn kínversk hjól, sem eiga markhóp í fermingardrengjum en geta alveg eins nýst fullorðnum.
Og nú má heyra í útvarpi, að fimmtungur af bómullarframleiðslu sé frá norðvesturhéraði í Kína, þar sem kínversk stjórnvöld stunda stórfelld mannréttindabrot til þess að stunda þá gerð af þjóðarmorði að breyta skipulega hundruðum þúsunda fólks af kynþætti heimamanna með heilaþvotti og nauðungarvinnu sem gerir það að hreinræktuðum Kínverjum.
Í þættinum 60 mínútur var farið með stjórnanda Volkswagen á staðinn, og kom í ljós að hann hafði aldrei farið inn á hið illræmda svæði, enda gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi þar sem er hin mikla framleiðsla Volkswagenbíla í Kína.
Vatt með söluumboð fyrir BYD á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.