9.5.2022 | 15:35
Fyrirbærið "að kjósa með fótunum." Þarf ekki nýja nálgun?
Á árunum 1945 til 1961 var stöðugur straumur fólks frá Austur-Þýskalandi til Vestur-Þýskalands, af því að í hinni tvískiptu Berlín var járntjaldið svonefnda ekki fyllilega mannhelt.
Þessu fylgdi mikill atgerfisflótti fólksins austan við tjaldið í gegnum tjaldið í vesturátt, sem var á skjön við atriði eins og ágætt velferðarkerfi og frábært íþróttafólk Austur-Þýskalands.
Það var sagt vestan megin, að enda þótt á pappirnum ætti að vera sæluríki kommúnismans í austurhluta landsins, "kysi fólkið með fótunum," þ.e. flýði á þann hátt, að Vestur-Þýskaland hefði betur í keppninni um hylli þýsku þjóðarinnar.
Sú keppni var brotin á bak aftur frá 1961 til 1989 með gerð Berlínarmúrsins illræmda.
Það getur líklega verið ágætis hjálpargagn í staðarvali fólks að bjóða upp á "gagnvirka reiknivél" eins og þá sem greint er frá í viðtengdri frétt á mbl.is, en á endanum gildir lögmálið um það að "fólkið kjósi með fótunum", í íslenska tilfellinu "með hjólunum", þ.e. hjólum samgöngutækjanna.
Undanfarinn áratug hefur verið dæmalaus mannfjölgun í Árborg og öðrum nágrannabyggðum og úthverfum Reykjavíkur, sem eru á atvinnusvæðinu, sem kallað hefur verið höfuðborgarsvæðið.
Það bendir til þess, að rannsaka þarf og skilgreina upp á nýtt þá nálgun, sem nota þarf í byggðamálum á suðvesturhorni landsins.
Hvar er best að búa? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Það er hald manna að menntunarstig hafi ævinlega staðið hærra
í A-Þýzkalandi til móts við hvað gerðist í V-Þýzkalandi.
Talið er skv. Britanniku að 5000 manns hafi tekist
að flýja en 5000 verið teknir til fanga og þar til viðbótar
að 191 hafi látið líf sitt við að flýja yfir í vestrið.
Það má því augljóst vera að allur samanburður
í pistli þínum er út í hött.
Húsari. (IP-tala skráð) 9.5.2022 kl. 17:02
Allstaðar í heminum er flóttin frá vinstri til hægri, úr félagshyggju til frjálshyggju.
Nálgunin ætti að vera sú að gera hvern stað sem bestan, en ekki að útbúa einhverja fátækra-pytti.
Það á bara lítinn hljómgrunn meða glóbalistanna sem stjórna öllu hérna. Allt á bara að vera miðstýrt, helst frá útlöndum.
Ekki veit ég hvert fólk á að flýja ef slíkir menn ná heimsyfirráðum.
En nú, nú er þó hægt að yfirgefa Reykjavík.
Ásgrímur Hartmannsson, 9.5.2022 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.