11.5.2022 | 23:51
Í mörg horn að líta í náttúruverndarmálum höfuðborgarsvæðisins.
Náttúruverndarmál á höfuðborgarsvæðinu virðst koma lítt til umræðu í kosningabaráttunni.
Í þeim málum er í miklu fleiri horn að líta en margir halda, og sums staðar eru umdeilanlegt hvernig umgengni af ótrúlega mörgu tagi fer með landið.
Sem dæmi eitt af mörgum dæmum um það má nefna, að enda þótt hraun njóti sérstakrar verndar í náttúruverndarlögum sýnir ýmislegt litla virðingu fyrir því, eins og Gálgahraunsdeilan bar með sér.
Nálægt Kaldárselsvegi hefur verið farið offari í skógrækt með því að láta ekki hraunstrauminn ofan úr Búrfelli ósnortinn þar sem hann liggur storknaður eins og fallegt sköpunarverk, heldur þekja hraunið með barrtrjám.
Á nyrðri enda Undirhlíða gegnt Kaldárseli, sem stundum var nefndur Sandfell um miðja síðustu öld var reist girðing á ská upp hlíðina hér um árið og gróðursett sunnan við hana þannig að þessi skörpu skil eru tilsýndar eins og tákn um mátt hinnar stórvirku mannshandar, dregið með reglustiku á skjön við allar línur landslagsins á þessum slóðum.
Gróðureyðingin á mestöllum Reykjanesskaganum er af mannavöldum og birtist í uppblásnu landi af völdum sauðfjárbeitar og eyðileggingu margra fallegustu gíga skagans með malarnámi stórvirkustu tækja.
Einna ljótust er tormtíming afar fagurra tvíburagíga, tengdum saman með fagurri hrauntroð á Hellisheiði skammt ofan við stöðvarhús Helliheiðarvirkjunar.
Kalla má þá stefnu, sem ráðið hefur ríkjum í illri meðferð Reykjanesskagans Rauðhólastefnuna og kristallast í því hvernig þessum sérstæðu gervigígum var nánast alveg eytt á öldinni sem leið.
Ákall VG um náttúruvernd á höfuðborgarsvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Umhverfisvæn segjast þau öll vera
en svo svífur svifrykið í loftinu
því ekkert er sópað