Covid-19 er algert ólíkindatól.

Það sést enn og aftur þegar frásögn Ragnheiðar Júlíudóttur er lesin, að COVID-19 pestin býr yfir nánast ótakmörkuðum möguleikum til að herja á fólk, sem hafa birst allt frá því hún nam hér land. 

Hún virðist enn búa yfir þessum eiginleikum þrátt fyrir bólusetningar og örvuarsprautur. 

Um það getur síðuhafi vitnað, en veirufjandinn gekk alveg einstaklega rösklega til verks, þegar hún barði að dyrum um miðjan mars, fyrst með þessu algengasta, nefrennsli og hálsbólgu, en síðan fór hún á fullt með svo miklum verkjum um allan líkamann, að hvorki var hægt að sitja, standa eða liggja í sólarhring. 

Ótugtin kórónaði síðan verkið með lungnabólgu, að vísu vægri. Í kjölfarið fylgdi síðan blóðeitrun í hæl og ökkla, sem tók næstu vikur að stöðva hvað útbreiðslu varðaði, en áfram heldur samt viðureignin við hana, því þessi getur orðið fjandi þrálátur þótt stöðvuð hafi verið með fúkkalyfjum. 

Eins og er, ríkir kyrrstaða í þessum heilsufarsmálum, en í bili hefur orðið að draga úr hröðum stigahlaupum í blandaðri líkamsrækt, sem hefur verið kjölfesta í uppbyggingu sæmilegrar heilsu. 

 


mbl.is Mikil streita olli miklum veikindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ef þú lest greinina sérðu að þar kemur fram að hún var orðin veik áður en hún fékk covid og einkennin sem hún (og þú) lýsið passa betur við aukaverkanir frá  mRNA sprautunum en Covid.  Bæði þú og Ragnheiður eruð því líklega að rugla saman aukaverkunum af sprautunum og Covid. 

Guðmundur Jónsson, 11.5.2022 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband