14.5.2022 | 10:36
Þegar meirihlutinn hékk á fáum atkvæðum áratugum saman.
Lungann úr siðustu öld ríkti nær óbærileg spenna í hverjum bæjarsjórnar- og síðar borgarstjórnarkosningum áratugum saman.
Kosningarnar 1957, 1986 og 1990 urðu undantekningar, en í hinum tókst Sjálfstæðisflokknum að hanga á meirihluta út á minnihluta atkvæða, vegna þess að andstæðingarnir buðu ekki fram einn lista.
Á þessari öld heyrir það sögunni til að einn flokkur geti skipað meirihlutann í Reykjavík, en spennan ríkir samt í því formi, hvort ríkjandi samsteypumeirihluti haldi velli.
Í nær öllum kosningum síðustu aldar datt spennan niður þegar úrsltin voru kynnt, en á þessari öld getur spennan haldið áfram eftir kosningar þegar óvissa getur ríkt um samsetningu nýs meirihluta.
Kósí heimaveður í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.